Innlent

Unglingar í Vinnuskóla Kópavogs rændir á vinnutíma

Boði Logason skrifar
Kópavogsbær.
Kópavogsbær. Mynd/Rósa
„Ég ætlaði að fara kíkja á símann minn þegar ég og strákur í hópnum hjá mér uppgötvum að það er búið að stela frá okkur," segir Snæfríður Halldórsdóttir flokksstjóri í Vinnuskóla Kópavogs. Hópurinn sem hún sér um og er skipaður 15 ára krökkum varð fyrir því óláni í dag að stolið var þremur farsímum og einum ipod af unglingunum þegar þau voru að vinna á Víghóli í Kópavogi í dag.

„Við vorum bara að vinna, ég var búin að skipta hópnum mínum á tvö svæði sitthvoru megin við göngustíg. Annar hópurinn var í sjónmáli við göngustíg þar sem bakpokarnir lágu í grasi hliðina á stígnum," segir Snæfríður.

Hún segist hafa labbað á milli hópanna á tíu mínútna fresti og hafi því alltaf labbað framhjá bakpokunum og úlpunum. „Þetta hefur ekki tekið langan tíma fyrir þjófinn eða þjófana," segir Snæfríður en krökkunum var mjög brugðið þegar þau uppgötvuðu þjófnaðinn. „Það er ekkert voðalega skemmtilegt að lenda í þessu."

Lögreglan í Kópavogi var kölluð á staðinn en ekki fengust upplýsingar um málið hjá henni þegar eftir því var leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×