Innlent

Danskar þyrlur hlupu í skarðið fyrir Landhelgisgæsluna

Þyrlur af dönsku varðskipunum Triton og Vædderen, sem legið hafa við bryggju í Reykjavíkurhöfn undanfarna daga, sinntu tveimur þyrluútköllum um helgina, sem Landhelgisgæslan gat ekki sinnt vegna manneklu.

Aðeins ein áhöfn var á vakt hjá Gæslunni og þegar mannskapurinn var farinn að skerða lögbundinn hvíldartíma, var leitað til Dananna, sem brugðust vel við.

Triton lét hinsvegar úr höfn síðdegis í gær og Vædderen fer vætanlega í dag, bæði skipin áleiðis til Grænalnds og þar með verður tveimur björgunarþyrlum og nokkrum þyrluáhöfnum færra, hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×