Innlent

Hefðbundnar síldveiðar falla í skuggan af makrílveiðum

Hefðbundnar síldveiðar úr Norsk-íslenska síldarstofninum falla nú í skuggann af makrílveiðum, því síldin er í flestum tilvikum aðeins meðafli með makrílnum.

Hlutfall makríls fer upp í 60 prósent, þótt skipin séu að einbeita sér að síldinni. Þó eru undantekningar frá þessu.

Jón Kjartansson kom til dæmis til Eskifjarðar fyrir helgi með rúmlega 16 hundruð tonn af síld, en aðeins 55 tonn af makríl, og tólf tonn af kolmunna flutu með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×