Innlent

11 þúsund lífeyrisþegar þurfa að endurgreiða tryggingastofnun

Um ellefu þúsund lífeyrisþegar þurfa að endurgreiða tryggingastofnun. 4,3 milljarðar reyndust ofgreiddir.
Um ellefu þúsund lífeyrisþegar þurfa að endurgreiða tryggingastofnun. 4,3 milljarðar reyndust ofgreiddir. Mynd/Valli
Um ellefu þúsund lífeyrisþegar hafa fengið ofgreitt frá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt endurreikningi og uppgjöri bóta. Ofgreiðslur nema 4,3 milljörðum króna. Það þýðir að að jafnaði, að fólkið þurfi að endurgreiða um fjögur hundruð þúsund krónur.

Tryggingastofnun hefur sent lífeyrisþegum bréf með niðurstöðum endurreiknings og uppgjörs bóta fyrir síðasta ár. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að einn af hverjum tíu, um fimm þúsund manns, eigi hins vegar inneign hjá stofnuninni.

Í heildina reyndust 4,3 milljarðar króna hafa verið ofgreiddir, en vangreiðslur námu 1,7 milljörðum króna, segir tryggingastofnun. Fjörutíu og sjö þúsund manns fá lífeyri frá Tryggingastofnun; þrjátíu þúsund ellilífeyrisþegar og sautján þúsund örorkulífeyrisþegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×