Innlent

Hefur ekkert um níumenningana að segja

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ekkert hafa að segja um bréf sem hún sendi Jóni Ólafssyni prófessor, og lýsti þar því sem hún kallaði staðreyndir í máli níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi.

Stöð 2 greindi frá málinu fyrir helgi, en áður hafði verið fjallað um það í tímaritinu Grapevine.

 Ásta Ragnheiður hringdi í Jón eftir að hann ræddi mál níumenninganna í útvarpsviðtali á Rás eitt. Í kjölfarið sendi hún honum tölvupóst þar sem hún sagði að fram kæmu staðreyndir málsins, en umræðu um það taldi hún vera á villigötum.

Jón Ólafsson sagði í viðtali við fréttastofu, að hann teldi ekkert athugavert við að Ásta Ragnheiður hefði skoðun á málum, hins vegar undraðist hann að hún setti það fram sem staðreyndir sem heldur mætti telja að væru einungis hennar skoðun. Ásta Ragnheiður hefur ítrekað vísað frá sér aðild að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×