Fleiri fréttir

Ölvun á bæjarhátíðum en ólæti lítil

Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur á hátíðinni Á góðri stundu á Grundarfirði þar sem yfir 2000 manns voru samankomnir. Að sögn lögreglu fór hátíðin vel fram og skein sólin blítt hátíðargesti á laugardaginn.

Mikil ölvun á Mærudögum

Fjölmenni er á tjaldsvæðum og hátíðum víða um land. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Húsavík að mikil ölvun hafi verið í bænum en þar fara nú Mærudagar fram. Hins vegar hefði ekkert stórvægilegt komið upp á þrátt fyrir nærveru bakkusar. Sömu sögu var að segja af Akureyri. Þar voru fáir í bænum - fámennt en góðmennt.

Maður skallaður í miðbænum

Talverð ölvun var í miðbænum í nótt og voru tvær líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Fyrri líkamsárásin átti sér stað laust fyrir klukkan fimm. Þar hringdi maður í lögregluna og sagði fólk á bíl hafa komið og ráðist á sig. Seinni líkamsárásin tengdist skemmtistað gegnt Þjóðleikhúsinu. Klukkan tuttugu mínútur í sex barst lögreglu tilkynning um að maður hefði verið skallaður á staðnum. Að sögn vakstjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík var nóttin annars tíðindalaus enda fjöldi fólks úr bænum.

Ný hreppsnefnd Reykhóla skipuð

Nú liggur fyrir hverjir munu skipa nýja hreppsnefnd í Reykhólasveit eftir að kosið var í dag. Það eru þau Andrea Björnsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Sveinn Ragnarsson og Gústaf Jökull Ólafsson.

Mikill fjöldi á frönskum dögum

Mikill fjöldi er saman kominn á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði. Hátíðin hefur gengið vel en auk Íslendinga hafa gestir frá vinabæ Fáskrúðsfjarðar í Frakklandi lagt leið sína á hátÍðina.

Börnum boðið í Viðey

Börn og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin á sérstakan barnadag sem haldinn verður hátíðlegur í Viðey á morgun. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri fyrir Viðey, segir að þetta sé þriðja árið sem

Ágætis kosningaþátttaka á Reykhólum

Kosningar til sveitastjórnar í Reykhólahreppi hafa gengið vel það sem af er degi, segir Halldór D. Gunnarsson, formaður kjörstjórnar. Þær hófust klukkan níu í morgun og munu standa þar til klukkan sex í kvöld.

Lausn Magma málsins forsenda fyrir stuðningi við ríkisstjórnina

Þingflokksformaður Vinstri grænna segist ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði kaup Magma Energy á HS orku ekki gerð ógild. Það sé skýlaus krafa þingflokksins að þeim verði að rifta, ekki sé nóg að takmarka nýtingarréttinn. Iðnaðarráðherra segir að ríkið geti ekki rift samningi sem það er ekki aðili að.

Sóttu konu sem hafði slasast í Esjunni

Sjúkraflutningamenn fóru í hlíðar Esjunnar um fimmleytið í dag til að aðstoða konu sem hafði misstigið sig, tognað á ökkla og treysti sér ekki til að ganga niður. Sjúkraflutningamenn þurftu því að bera konuna niður, en hún var þó ekki hátt uppi þegar hún slasaði sig.

Ómar Ragnarsson tók lagið

Ómar Ragnarsson tók lagið þegar að hann tók á móti peningagjöf úr fjársöfnun sem efnt var til í tilefni af sjötugsafmæli hans. Hann fékk féð afhent í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal í dag. Það var Friðrik Weishappell sem efndi til söfnunarinnar eftir að hann las um að Ómar væri klyfjaður skuldum vegna baráttu sinnar fyrir náttúruvernd. Söfnunin fór að mestu fram á samskiptasíðunni Facebook.

Lýst eftir Jóni Helga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Barnavernd Reykjavíkur lýsa eftir Jóni Helga Lindusyni 16 ára.

Ómar fær afmælisgjöfina í dag

Ómar Ragnarsson fær í dag afhentan árangur af vikulangri afmælissöfnun sem veitingamaðurinn Friðrik Weisshappel hratt af stað í gegnum fésbókina.

Þyrla Gæslunnar sækir mann frá Grundarfirði

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á tólfta tímanum í dag í átt að sjúkrabíl sem flytur slasaðan mann frá Grundarfirði. Maðurinn virðist hafa lamast á vinstri hlið líkamans. Hann hafði átt í ryskingum í nótt en lögreglan segir ekki hægt að fullyrða um að þær séu ástæðan fyrir eymslum sem maðurinn finnur núna fyrir. Maðurinn verður fluttur til Reykjavíkur.

Niðurstaða í Magma málinu í næstu viku

Katrín Júlíusdóttir aftekur með öllu að þingflokkur VG hafi komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri vð Samfylkinguna að fundin yrði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku.

Grunur um salmonellusmit

Grunur leikur á um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að frekari rannsókna sé þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þyki fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum (Rlnr.)

Sóttu mann suðvestur af Látrabjargi

Sjúkraflutningamenn fóru að Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld til að sækja erlendan veikan mann um borð í bát sem var við hafnarmynnið. Maðurinn var talinn bráðveikur og var í fyrstu ákveðið að grípa til þess ráðs að ferja sjúkraflutningamenn til bátsins með öðrum björgunarbát. Síðan var ákveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja manninn í land. Þrátt fyrir björgunaraðgerðir var maðurinn úrskurðaður látinn þegar búið var að flytja hann í land.

Slökktu eld í gaskút

Eldur kviknaði í gaskút undir gasgrilli í Heiðargerði um sjöleytið í gærkvöld. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa talaði við segir að venjulegast myndist

Krefjast riftunar á kaupum Magma

Þingflokkur Vinstri grænna hefur komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn að fundin verði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð þetta einróma niðurstaða þingflokksfundar sem haldinn var um Magma-málið í gærkvöldi.

Hundrað hvalir skornir

Sjómenn í Þórshöfn í Færeyjum ráku í gærmorgun á land grindhvalavöðu sem í voru um 110 skepnur.

Leigusamningar áfram í erlendri mynt

Íslandsbanki og Lýsing hafa komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingu lána nái eingöngu yfir kaupleigusamninga en ekki aðra leigusamninga svo sem fjármögnunarleigusamninga.

Segir fjármálastöðugleika ekki ógnað

„Ef þetta verður niðurstaðan verður fjármálakerfið fyrir talsverðu tjóni, en mun minna en ef samningsvextir verða látnir gilda,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, spurður um áhrif dómsins á fjármálakerfið. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms sé fjármálastöðugleika ekki ógnað. Eitthvað tap myndi þó falla á ríkissjóð vegna málsins, vegna eignarhlutar í Landsbankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum.

Gera alheimsúttekt á jarðvarmageiranum

Greining íslenska ráðgjafarfyrirtækisins Gekon og doktor Michaels Porter á íslenska jarðvarmaklasanum verður undir­staða heildarúttektar endurskoðunarfyrirtækisins KPMG á jarðvarmageiranum á heimsvísu, arðsemi hans og tækifærum.

Fráleitt að lögbrot leiði til forsendubrests

„Þessi niðurstaða er vissulega vonbrigði, en maður átti svo sem von á þessari niðurstöðu,“ segir Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Hann segir að það mikilvæga sé að nú fari málið til Hæstaréttar, þar sem endanleg niðurstaða fáist.

Enn hægt að klífa Hnjúkinn

Aðstæður fyrir göngu á Hvannadalshnúk eru góðar þessa dagana þrátt fyrir að komið sé fram yfir miðjan júlí og veturinn hafi verið snjóléttur. Helsti göngutíminn er í maí og fram yfir miðjan júní en aðstæður til göngu í sumar hafa verið óvenju góðar.

Brotum fækkar um helming

Umferðarlagabrotum í umdæmi lögreglunnar á Akureyri hefur fækkað um meira en helming milli ára. Í júní 2009 voru framin 332 umferðarlagabrot en 161 í júní í ár.

Geymdi dópfé í bankahólfi pabba

Tveir af mönnunum fimm sem voru í morgun dæmdir fyrir umsvifamikinn innflutning af kókaíni frá Spáni til Íslands voru einnig dæmdir fyrir peningaþvætti vegna sölu fíkniefna.

Þjófarnir breyttu bátnum

Báturinn sem var stolið af landi í Mjóaanesi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum er kominn í leitirnar. Lögreglan í Hafnarfirði fann bátinn í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði nú á dögunum en þar fannst einnig eitthvað af þýfi og tæki til landaframleiðslu.

Umferðin liggur norður

Þung umferð liggur nú í gegnum Borgarnes og norður í land, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Lögreglueembættin hafa verið

Gjaldþrot Álftaness sveitarstjórn að kenna

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjárhagsstöðu Álftaness segir að skuldir og aðrar fjárhagslegar skuldbindingar sveitarfélagsins sjöfölduðust á tímabilinu 2006 til 2009.

Skotturnar fá tvær milljónir í styrk

Borgarráð hefur samþykkt að veita Skottunum, regnhlífasamtökum félaga og samtaka innan kvennahreyfingarinnar, um tvær milljónir í styrk í tengslum við kvennafrídaginn 24. október. Sóley Tómasdóttir Vinstri Grænum hafði harðlega gagnrýnt borgarstjórn fyrir að skipuleggja kvennafrídaginn án samráðs við Skotturnar.

Reykjanesfólkvangur að verða ruslahaugur - myndir

Bílhræ, tóm skothylki og hálfbrunnar rúmdýnur liggja eins og hráviði í Reykjanesfólkvangi. Göngugarpi ofbauð umgengnin og tók myndir af ruslinu. Starfsmanni Reykjanesfólkvangs blöskrar hvernig fólk kemur fram við náttúruna. Hann ætlar að loka afleggjaranum að námunni þar sem fólk hendir ruslinu og segir standa til að fjarlægja bílhræin og hreinsa svæðið á næstu vikum.

Datt af dyraskyggni og ofan í kjallaratröppur

Karlmaður á þrítugsaldri er töluvert slasaður eftir að hann datt fimm og hálfan metra niður af dyraskyggni og ofan í kjallaratröppur á húsi í Rauðagerði á tíunda tímanum í morgun.

Sjúkraflugvél verður í Eyjum á Þjóðhátíð

Sjúkraflugvél verður staðsett í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra fól nýlega Sjúkratryggingum Íslands að semja við Mýflug hf. um veru vélarinnar yfir helgina, en kostnaðarauki vegna þessa er 725 þúsund krónur. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðuneytisins.

„Farið varlega, við erum í verkfalli“

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn standa nú á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þar sem þeir halda á skiltum. Á þeim stendur meðal annars „Farið varlega við erum í verkfalli“ og „Flautið fyrir slökkviliðið“.

Sjálfstæðismenn vilja kalla Össur heim

Sjálfstæðismenn mótmæla veru Össurar Skarphéðinssonar á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins. Í bókun fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis segja Sjálfstæðismenn það ljóst að einungis einn stjórnmálaflokkur á Íslandi sé einhuga um aðild landsins að sambandinu. Aðildarumsóknin sé andvana fædd.

Fordæmisgildi vaxtadómsins takmarkað

Í tilkynningu frá Lýsingu segir að fyrirtækið telji fordæmisgildi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá því morgun, þar sem miðað skuli við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, takmarkað vegna þess að það lá fyrir áður en málið var höfðað að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar óháð því hver niðurstaðan yrði.

„Að sjálfsögðu ósigur fyrir okkur"

Jóhannes Árnason, verjandi skuldarans í Lýsingarmálinu svokallaða, segir dóminn ósigur fyrir skuldarann. Hann ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Þungir dómar í kókaínmálinu

Davíð Garðarsson og Guðlaugur Agnar Guðmundsson fá báðir 4 ára og sex mánaða fangelsisdóm fyrir þátt sinn í kókaínmálinu svokallaða. Sakborningarnir voru allir viðstaddir þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir skömmu.

Slökktu eld fyrir utan Ráðhúsið

Slökkviliðsmenn á frívakt gengu í hópi frá Skógarhlíð niður Laugaveginn og að ráðhúsinu í morgun, til að vekja athygli á málefnum sínum.

Sakar Íslending á Spáni um ofsóknir og líflátshótanir

Starfsmaður fyrirtækisins Costablanca.is segist hafa verið ofsóttur af Íslendingi á Alicante á Spáni. Hann hefur kært manneskjuna til lögreglunnar á Spáni og talað við utanríkisþjónustuna. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins er manneskjan nafngreind og sögð vera geðsjúk.

Drukkið fólk fær ekki aðgang að Laugardalslaug

Bjarni Kjartansson rekstrarstjóri Laugardalslaugarinnar segir að eftir að skemmtistöðum borgarinnar var lokað klukkan eitt í nótt hafi aðsókn að lauginni orðið þéttari. En Laugardalslaugin er opin allan sólarhringinn þessa daganna og var þetta önnur nóttin af fimm þar sem gestir geta baðað sig að nóttu til.

Sjá næstu 50 fréttir