Innlent

Erró sæmdur æðstu orðu Frakklands

Erró við störf.
Erró við störf.

Listamaðurinn Erró, verður í haust sæmdur æðsta heiðursmerki Frakklands, Riddaraorðu frönsku heiðursfylkingarinnar.

Orðuna fær hann fyrir rúmlega hálfrar aldar framlag til franskra lista og menningar. Það verður að líkindum Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, sem sæmir Erró orðunni.

Aðeins fimm manns fá þessa orðu á hverju ári, segir í tilkynningu.

Erró er staddur í Formentera á Spáni um þessar mundir en er væntanlegur hingað til lands í september til að vera viðstaddur opnun stærstu sýningar sinnar á klippimyndum hérlendis hingað til í Listasafni Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×