Innlent

Lítil sem engin lundaveiði í Eyjum

Nokkrir lundaveiðimenn héldu í gær út í úteyjar Vestmannaeyja til veiða, en þær eru heimilar frá og með gærdeginum fram á fimmtudag.

Fyrstu fregnir herma að veiðin hafi verið lítil sem engin í gær og skammur tími er til stefnu. Það stefnir því allt í að Eyjamenn verði að kaupa lunda ofan af fasta landinu til að geta haldið uppi réttri stemningu í hvítu tjöldunum svonefndu, yfir þjóðhátíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×