Innlent

Kveikt í báti á Suðurnesjum

Eldur kom upp í báti neðan við athafnasvæði Gámaþjónustunnar í Njarðvík í fyrradag. Minnstu munaði að eldurinn næði að teygja sig yfir í annan nærliggjandi bát en bensínstöð ÓB er um hundrað metra frá svæðinu þar sem eldurinn kom upp.

Þegar slökkvilið kom á staðinn, örfáum mínútum eftir að eldurinn blossaði upp, var báturinn alelda og annar bátur sem stóð við hlið hans var orðinn sjóðheitur og byrjað að rjúka úr honum, að því er segir á vef Víkurfrétta. - kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×