Fleiri fréttir

Gefa öllum sjö ára börnum reiðhjólahjálma

Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum börnum sem eru að ljúka 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma. Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en að auki nýtur verkefnið aðstoðar Forvarnahússins. Nemendur víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu var boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Eimskipafélagsins í Reykjavík í dag þar sem þau fengu afhenta reiðhjólahjálmana sína.

Læknaráð: Minni fjárframlög þýðir skert þjónusta

Ekki verður komist hjá skertri þjónustu á Landspítalanum og fækkun starfsfólks komi til frekari niðurskurðar á fjárframlögum ríkisins til spítalans. Þetta ályktaði aðalfundur læknaráðs Landspítala fyrir skömmu.

Guðríður: Engar ófrávíkjanlegar kröfur

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir flokkinn ekki setja neinar ófrávíkjanlegar kröfur í meirihlutaviðræðunum í bæjarfélaginu. Hún segir að Listi Kópavogsbúa hafi gerst sekur um trúnaðarbrest.

Þingfestingar í vændiskaupamálum

Mál ellefumenningana sem ákærðir eru fyrir að greiða fyrir vændi á síðasta ári voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls voru sautján mál af svipuðum toga rannsökuð en ákærur að lokum gefnar út í ellefu tilfellum þar sem sönnunargögn skorti í sex málum. Þinghald er lokað í málunum og nöfn sakborningannna því ekki gerð opinber. Öll tilvikin tengjast vændisstarfssemi á vegum Catalinu Ncogo, sem hefur stundum verið nefnd Miðbaugsmaddaman, en hún hefur áður verið dæmd fyrir að hafa milligöngu um vændi.

Blómfríður fékk trollið í skrúfuna

Björgunarskip frá Snæfellsbæ er nú á leið til hafnar með rækjubátinn Blómfríði frá Ólafsvík í togi. Báturinn fékk trollið í skrúfuna og kallaði eftir aðstoð. Björgunarskipið hélt af stað klukkan átta í gærkvöldi og var komið að Blómfríði um klukkan ellefu. Veðrið á svæðinu var ekki gott í nótt en hefur lagast með morgninum að sögn björgunarsveitarmanna.

Ari Gísli fornbókasali er nú laus allra mála

Þætti Ara Gísla Bragasonar bóksala í ákæru vegna stórfellds þjófnaðar bóka úr dánarbúi Böðvars heitins Kvaran var vísað frá dómi í gær. Böðvar Yngvi Jakobsson játaði hins vegar sök í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Kópavogur: Fullur vilji til að ljúka meirihlutamyndun

Fulltrúar S,V,Y og X lista í Kópavogi segja í yfirlýsingu sem send var út í nótt að þeir standi sameiginlega að meirihlutaviðræðum í bænum og að talsmenn framboðanna hafi fullan vilja til að ljúka því verkefni. Í gær bárust þær fregnir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í viðræðum á milli Samfylkingar, VG, Næstbesta flokksins og Y - lista Kópavogsbúa.

Kona ók á litla hnátu og stakk svo af

„Hún var að vakna grátandi í tvær nætur með verki en hún slapp samt ótrúlega vel, greyið litla,“ segir Sandra Hraunfjörð, móðir sjö ára stúlku sem varð fyrir bíl um síðustu helgi.

Rektor sleginn yfir rothöggi á lotukerfi

„Þetta er heilmikið kjaftshögg,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, þar sem hætta verður við áður auglýsta breytingu á kennslu fyrir nýnema í skólanum.

Þrettán skólakrakkar reisa torfbæ

Þrettán nemendur í 8. bekk í Egilsstaðaskóla vinna þessa dagana að byggingu torfbæjar. Verkefnið er eitt margra sem nemendum býðst að taka þátt í á vordögum skólans. Nemendurnir sjá að mestu leyti sjálfir um verkið og þurfa meðal annars að reka niður staura, hlaða bæinn og mála hann. Framkvæmdirnar fara fram á lóð Safnahússins á Egilsstöðum.

Öskufjúk mun verða vandamál allt árið

Vandamál vegna öskufjúks eru líkleg til að verða viðvarandi allt þetta ár og jafnvel árum saman. Svifryksmengun vegna öskufjúks var yfir heilsuverndarmörkum á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Öskufjúk hefur gert fólki lífið leitt víða á Suðurlandi undanfarna daga. Lítið hefur rignt og því hafa gosefnin fokið auðveldlega í stífum vindi. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu einnig sinn skammt eins og sást vel á skítugum bílum í gærmorgun og mistri sem lá yfir borginni. Víða v

Kaninn þarf að færa sendi sinn

Lýðræðishreyfingin hefur ekki afnotarétt af útvarpstíðninni FM 100,5 samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunarinnar (PFS). Í ákvörðun stofnunarinnar er meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að réttur Lýðræðishreyfingarinnar til afnota af tíðninni hafi fallið niður um miðjan janúar og stofnuninni hafi því verið heimilt að endurúthluta henni til

Um helmingur í sérfræðikostnað

Heildarkostnaður við rekstur slitastjórnar og skilanefndar Landsbanka Íslands nam 3.263 milljónum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs, eða rúmum milljarði á mánuði. Þar af var kostnaðurinn hér á landi 1.702 milljónir króna.

Evran ekki ódýrari í rúmt ár

Gengi krónunnar styrktist um 0,8 prósent í gær og endaði gengisvísitalan í 214,59 stigum. Hún hefur ekki verið lægri frá því snemma í apríl í fyrra. Gengi krónunnar hefur styrkst frá í nóvember í fyrra þegar vísitalan stóð í tæpum 240 stigum.

Sjúkdómavörnum ábótavant

Formenn hestamannafélaga hér á landi krefjast þess að Matvælastofnun leiti þegar allra leiða til að koma í veg fyrir að hrossasjúkdómar berist hingað frá útlöndum.

Vantar meira fé til að rannsaka mistök

„Rannsóknin á að svara þeirri spurningu hvort tíu prósent þeirra sem leggjast inn á spítala hér á landi verði fyrir einhvers konar skaða af völdum meðferðarinnar sem við erum að veita, eins og erlendar rannsóknir benda eindregið til,“ segir Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Fjórir piltar grunaðir um yfir 80 innbrot

Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí.

Miðstöðin nýtt til vöruþróunar

Samkomulag um stofnun og starfsemi Matarsmiðjunnar á Flúðum hefur verið undirritað. Atvinnuþróunar- og Háskólafélag Suðurlands, Háskóli Íslands, Matís og sveitarfélögin á svæðinu koma að verkefninu.

Langstærsti hlýri sem veiðst hefur á sjóstöng

Þýski sjóstangveiðimaðurinn Frank Petzold veiddi um helgina 130 sentimetra hlýra sem vó 20 kíló. Þetta mun vera stærsti hlýri sem veiðst hefur á sjóstöng við strendur Íslands. Frank hefur ásamt hópi þýskra sjóstangveiðimanna verið við veiðar við Flateyri og Suðureyri undanfarnar vikur.

Krakkarnir í sviðsljósinu næstu tvö sumur

Fótboltakrakkarnir á Íslandi verða í sviðsljósinu á Stöð 2 Sport næstu tvö sumur eftir að Stöð 2 og KSÍ gerðu með sér samkomulag um samstarf þar sem markmiðið er að stórauka stuðning og umfjöllun um fótboltaiðkun æskunnar.

Systkini skipta um hlutverk

Kristinn Þór Jakobsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, náði kjöri sem bæjarfulltrúi í sveitarstjórnarkosningunum síðasta laugardag.

Eurovision: Sungið á íslensku á næsta ári

Næsta Söngvakeppni Sjónvarpsins verður sungin á íslensku. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sendi bréf þess efnis til Félags tónskálda og textahöfunda. Þar segir hann að um sé að ræða íslenska söngvakeppni fyrir íslenska áhorfendur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Y-listinn: Getum ekki samþykkt Guðríði sem bæjarstjóra

„Guðríður vill verða bæjarstjóri, og það viljum við alls ekki," segir Ásdís Ólafsdóttir, Y-lista Kópavogsbúa. Eins og hefur komið fram hafa Samfylkingin, Vinstri grænir, Næst besti flokkurinn og Y-listi Kópavogsbúa, fundað síðustu daga um myndun meirihluta í Kópavogi. Flokkarnir hættu að funda klukkan fimm í dag og segir Ásdís að ekki náist samkomulag um hver fær bæjarstjórastólinn.

Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar

Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar".

Mörður Árnason vill Besta flokkinn

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að samstjórn Besta flokksins og Samfylkingar sé besti kosturinn í Reykjavík. Hann telur að flokkarnir tveir geti náð vel saman. Besti flokkurinn gæti bætt stöðu Samfylkingarinnar svo sem í skipulagsmálum. „Nú eru verktakarnir flestir farnir á hausinn þannig að það er kannski hægt að fara að hlusta á fólkið og fagmennina,“ segir Mörður.

Erkiengill hefur engin svör fengið

Leif Ivar Kristiansen, leiðtogi norskra Vítisengla, hefur enn engin svör fengið við kæru sem send var dómsmálaráðuneytinu eftir að Útlendingastofnun vísaði honum úr landi.

Tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgaði

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 3% á fyrstu mánuðum ársins samanborið við fyrstu þrjá mánuðina í fyrra, samkvæmt tölum frá Barnaverndastofu. Nokkur munur er á þessum tölum eftir landsvæðum en tilkynningum fækkaði lítillega á höfuðborgarsvæðinu en fjölg

Gengu út af kveðjufundi borgarstjórnar

Síðasti fundur borgarstjórnar á kjörtímabilinu markaði ákveðin tímamót, því bæði Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kvöddu stjórnmálin, að minnsta kosti í bili, á fundinum og fluttu sínar kveðjuræður. Vilhjálmur lét það verða sitt síðasta verk að leggja til stofnun nýrrar opinberrar stofnunar, Friðarstofnunar Reykjavíkur og fékk tilllagan ágætan hljómgrunn hjá öðrum borgarfulltrúum.

Þýski flugherinn á Keflavíkurflugvelli

Flugsveit frá Þýska flughernum kom hingað til lands í dag til að sinna loftrýmisgæslu í júní en sex herþotur taka þátt í verkefninu. Þýsku herflugmennirnir heilsuðu íslensku fjölmmiðlafólki með lágflugi yfir Keflavíkurflugvelli en þetta er fyrsta skipti sem Þjóðverjar sinna loftrýmisgæslu Íslands. Um 140 liðsmenn þýska flughersins eru staddir hér á landi vegna verkefnisins.

Íslenskur maður ofsækir Eivöru

Söngkonan Eivör Pálsdóttir hefur óskað eftir nálgunarbanni vegna íslensks manns sem hefur elt hana á röndum í þrjú ár. Svo ágengur hefur maðurinn verið að hann hefur búið í tjaldi í garðinum hjá henni í Færeyjum í um ár.

Síbrotamaður sló mann í höfuðið með skiptilykli

Karlmaður sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir helgi verður gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans til 24. júní. Maðurinn hefur nær samfelldan brotaferil frá árinu 2005 og því taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að hann myndi halda áfram afbrotum yrði hann látinn laus meðan á áfrýjunarfresti stæði yfir. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð í dag.

Gagnrýndi mætingu þingmanna á nefndarfundi

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi mætingu þingmanna á nefndarfundi í umræðum á Alþingi í dag. Vegna slæmrar mætingar er minnihlutinn stundum með meirihluta í nefndum, að sögn Sigríðar. Hún vill að hægt verði að fylgjast með því opinberlega hverjir mæti á nefndarfundi og hverjir ekki.

Vilhjálmur kveður borgarstjórn

Borgarstjórn Reykjavíkur kom saman til fundar klukkan tvö í dag en þetta er síðasti fundur fráfarandi borgarstjórnar. Sex borgarfulltrúar voru ýmist ekki meðal frambjóðenda í kosningunum á laugardaginn eða náðu ekki kjöri. Þar á meðal er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri. Hann sóttist ekki eftir endurkjöri en hann hefur átt sæti í borgarstjórn síðastliðinn 28 ár.

Vilja beita viðskiptaþvingunum eða slíta stjórnmálasambandi við Ísrael

Meirihluti utanríkismálanefndar segir að slit á stjórnmálasambandi við Ísrael komi alvarlega til álita vegna árásar Ísraela á skipalest með hjálpargögn á leið til Gaza í gær. Utanríkisráðherra er falið að meta í samráði við aðrar þjóðar hvaða aðgerðum verði beitt. Þetta er niðurstaða fulltrúa allra flokka í utanríkismálanefnd fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kom fram í í máli Ögmundar Jónssonar, þingmanns VG, í utandagskrárumræðu um málið á Alþing í dag.

Eyjafjallajökull: Vatnsgufa í tveggja kílómetra hæð

Í tilkynningu frá veðurstofu og jarðvísindastofnun segir að hvít vatnsgufa steig frá eldstöðinni í morgun upp í tveggja kílómetra hæð. Ský og mistur hafa hulið topp fjallsins að mestu í gær og í dag. Þá var mikið öskufjúk á svæðinu í gær, eins og Vísir greindi frá.

Þjóðarátakið „Þjóðin býður heim“

Á fimmtudaginn á milli klukkan 13 og 14 er fólk hvatt til að senda glænýtt og skemmtilegt myndaband af síðunni www.inspiredbyiceland.is til fjölskyldu, vina, kunningja og viðskiptafélaga erlendis. Þeir sem ekki hafa tök á því á þeim tíma geta sent myndbandið á öðrum tímum dagsins eða hvenær sem er næstu vikurnar, segir í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu.

Foreldraverðlaun afhent Vinafjölskyldum Vesturbæjarskóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 15. sinn í dag, 1. júní, við athöfn í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin.

Lundey NS með síld til Vopnafjarðar

Vinnsla á síld hófst síðdegis í gær hjá fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði eftir að Lundey NS kom þangað með um 300 tonna síldarafla.

Fidelity með 6% í Össuri

Breski fjárfestingasjóðurinn Fidelity hefur aukið hlut sinn í Össuri í 6%, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Markaðsvirði hlutarins sem tilkynnt var um í dag er um 1,2 milljarðar króna.

Sjá næstu 50 fréttir