Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar 1. júní 2010 21:48 Jón Atli leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". „Þetta er pólitísk aðgerð en framkvæmd í kærleika. Virðing mín fyrir forsetaembættinu er mikil. Ást mín á íslensku þjóðinni og íslenskum listum verður vonandi seint dregin í efa. Ég er forsvari hennar á erlendum vettvangi við mörg tilefni," segir Jón Atli. Þá hvetur hann kollega sína í leiklistinni að fylkjast um þessa ákvörðun sína. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: Ég undirritaður, Jón Atli Jónasson, neita að taka við tilnefningum til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna 2010. Ástæðan fyrir þessu eru einföld. Ég neita að viðurkenna núverandi verndara Grímunar, forseta vorn, Ólaf Ragnar Grímsson. Ég geri þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara fyrir í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn "verndari Grimunnar." Þetta er pólitísk aðgerð en framkvæmd í kærleika. Virðing mín fyrir forsetaembættinu er mikil. Ást mín á íslensku þjóðinni og íslenskum listum verður vonandi seint dregin í efa. Ég er forsvari hennar á erlendum vettvangi við mörg tilefni. En ég hvet kollega mína í leiklist til þess að fylkjast um þessa ákvörðun mína. Við getum ekki þegið verðlaun eða tilnefningar úr hendi forseta hvers forsetatíð þarf rannsóknar og endurskoðunar við. Ef Grímuverðlaunin sem verðlaunaafhending ætla sér stórt og mikilvægt hlutverk í íslensku þjóðfélagi þá verðum við að setja kröfur. Í hugmyndafræðilegu gjaldþroti tímanna sem við lifum, hvort sem um er að ræða nýfrjálshyggju eða vinstrimenn þá verðum við listamenn að viðhalda heilindum okkar. Árið er núll - allt misstókst og nú er það okkar að hirða upp líkin. Kæru kollegar, ég vona að þig standið með mér í því að hunsa þessi verðlaun þar til við finnum verðugan verndara Grímunnar. Annars eru þau bara hjómið eitt og smækka listrænu vinnu okkar allra. Við verðum nefnilega að vera sammála um hvaða andlit er á bak við þessa grímu. Kæru kollegar, ég vona að við verðum ekki úlfar í nóttinni heldur samstillt um þetta át Með kærleika, Jón Atli Jónasson. Leikskáld. Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". „Þetta er pólitísk aðgerð en framkvæmd í kærleika. Virðing mín fyrir forsetaembættinu er mikil. Ást mín á íslensku þjóðinni og íslenskum listum verður vonandi seint dregin í efa. Ég er forsvari hennar á erlendum vettvangi við mörg tilefni," segir Jón Atli. Þá hvetur hann kollega sína í leiklistinni að fylkjast um þessa ákvörðun sína. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: Ég undirritaður, Jón Atli Jónasson, neita að taka við tilnefningum til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna 2010. Ástæðan fyrir þessu eru einföld. Ég neita að viðurkenna núverandi verndara Grímunar, forseta vorn, Ólaf Ragnar Grímsson. Ég geri þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara fyrir í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn "verndari Grimunnar." Þetta er pólitísk aðgerð en framkvæmd í kærleika. Virðing mín fyrir forsetaembættinu er mikil. Ást mín á íslensku þjóðinni og íslenskum listum verður vonandi seint dregin í efa. Ég er forsvari hennar á erlendum vettvangi við mörg tilefni. En ég hvet kollega mína í leiklist til þess að fylkjast um þessa ákvörðun mína. Við getum ekki þegið verðlaun eða tilnefningar úr hendi forseta hvers forsetatíð þarf rannsóknar og endurskoðunar við. Ef Grímuverðlaunin sem verðlaunaafhending ætla sér stórt og mikilvægt hlutverk í íslensku þjóðfélagi þá verðum við að setja kröfur. Í hugmyndafræðilegu gjaldþroti tímanna sem við lifum, hvort sem um er að ræða nýfrjálshyggju eða vinstrimenn þá verðum við listamenn að viðhalda heilindum okkar. Árið er núll - allt misstókst og nú er það okkar að hirða upp líkin. Kæru kollegar, ég vona að þig standið með mér í því að hunsa þessi verðlaun þar til við finnum verðugan verndara Grímunnar. Annars eru þau bara hjómið eitt og smækka listrænu vinnu okkar allra. Við verðum nefnilega að vera sammála um hvaða andlit er á bak við þessa grímu. Kæru kollegar, ég vona að við verðum ekki úlfar í nóttinni heldur samstillt um þetta át Með kærleika, Jón Atli Jónasson. Leikskáld.
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira