Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar 1. júní 2010 21:48 Jón Atli leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". „Þetta er pólitísk aðgerð en framkvæmd í kærleika. Virðing mín fyrir forsetaembættinu er mikil. Ást mín á íslensku þjóðinni og íslenskum listum verður vonandi seint dregin í efa. Ég er forsvari hennar á erlendum vettvangi við mörg tilefni," segir Jón Atli. Þá hvetur hann kollega sína í leiklistinni að fylkjast um þessa ákvörðun sína. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: Ég undirritaður, Jón Atli Jónasson, neita að taka við tilnefningum til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna 2010. Ástæðan fyrir þessu eru einföld. Ég neita að viðurkenna núverandi verndara Grímunar, forseta vorn, Ólaf Ragnar Grímsson. Ég geri þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara fyrir í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn "verndari Grimunnar." Þetta er pólitísk aðgerð en framkvæmd í kærleika. Virðing mín fyrir forsetaembættinu er mikil. Ást mín á íslensku þjóðinni og íslenskum listum verður vonandi seint dregin í efa. Ég er forsvari hennar á erlendum vettvangi við mörg tilefni. En ég hvet kollega mína í leiklist til þess að fylkjast um þessa ákvörðun mína. Við getum ekki þegið verðlaun eða tilnefningar úr hendi forseta hvers forsetatíð þarf rannsóknar og endurskoðunar við. Ef Grímuverðlaunin sem verðlaunaafhending ætla sér stórt og mikilvægt hlutverk í íslensku þjóðfélagi þá verðum við að setja kröfur. Í hugmyndafræðilegu gjaldþroti tímanna sem við lifum, hvort sem um er að ræða nýfrjálshyggju eða vinstrimenn þá verðum við listamenn að viðhalda heilindum okkar. Árið er núll - allt misstókst og nú er það okkar að hirða upp líkin. Kæru kollegar, ég vona að þig standið með mér í því að hunsa þessi verðlaun þar til við finnum verðugan verndara Grímunnar. Annars eru þau bara hjómið eitt og smækka listrænu vinnu okkar allra. Við verðum nefnilega að vera sammála um hvaða andlit er á bak við þessa grímu. Kæru kollegar, ég vona að við verðum ekki úlfar í nóttinni heldur samstillt um þetta át Með kærleika, Jón Atli Jónasson. Leikskáld. Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". „Þetta er pólitísk aðgerð en framkvæmd í kærleika. Virðing mín fyrir forsetaembættinu er mikil. Ást mín á íslensku þjóðinni og íslenskum listum verður vonandi seint dregin í efa. Ég er forsvari hennar á erlendum vettvangi við mörg tilefni," segir Jón Atli. Þá hvetur hann kollega sína í leiklistinni að fylkjast um þessa ákvörðun sína. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: Ég undirritaður, Jón Atli Jónasson, neita að taka við tilnefningum til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna 2010. Ástæðan fyrir þessu eru einföld. Ég neita að viðurkenna núverandi verndara Grímunar, forseta vorn, Ólaf Ragnar Grímsson. Ég geri þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara fyrir í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn "verndari Grimunnar." Þetta er pólitísk aðgerð en framkvæmd í kærleika. Virðing mín fyrir forsetaembættinu er mikil. Ást mín á íslensku þjóðinni og íslenskum listum verður vonandi seint dregin í efa. Ég er forsvari hennar á erlendum vettvangi við mörg tilefni. En ég hvet kollega mína í leiklist til þess að fylkjast um þessa ákvörðun mína. Við getum ekki þegið verðlaun eða tilnefningar úr hendi forseta hvers forsetatíð þarf rannsóknar og endurskoðunar við. Ef Grímuverðlaunin sem verðlaunaafhending ætla sér stórt og mikilvægt hlutverk í íslensku þjóðfélagi þá verðum við að setja kröfur. Í hugmyndafræðilegu gjaldþroti tímanna sem við lifum, hvort sem um er að ræða nýfrjálshyggju eða vinstrimenn þá verðum við listamenn að viðhalda heilindum okkar. Árið er núll - allt misstókst og nú er það okkar að hirða upp líkin. Kæru kollegar, ég vona að þig standið með mér í því að hunsa þessi verðlaun þar til við finnum verðugan verndara Grímunnar. Annars eru þau bara hjómið eitt og smækka listrænu vinnu okkar allra. Við verðum nefnilega að vera sammála um hvaða andlit er á bak við þessa grímu. Kæru kollegar, ég vona að við verðum ekki úlfar í nóttinni heldur samstillt um þetta át Með kærleika, Jón Atli Jónasson. Leikskáld.
Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent