Innlent

Foreldraverðlaun afhent Vinafjölskyldum Vesturbæjarskóla

Frá afhendingunni í Þjóðmenningarhúsinu í dag
Frá afhendingunni í Þjóðmenningarhúsinu í dag

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 15. sinn í dag, 1. júní, við athöfn  í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin.

Handhafar Foreldraverðlaunanna 2010 eru Vinafjölskyldur í Vesturbæjarskóla, verkefni Margrétar Gylfadóttur, Sesselju Ólafsdóttur og Maríu Helenu Sarabia, foreldra í Vesturbæjarskóla.

Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt ein hvatningarverðlaun og tvenn dugnaðarforkaverðlaun. Hvatningarverðlaun 2010 hlaut Foreldrafélag Hvassaleitisskóla, Inga Ívarsdóttir formaður foreldrafélagsins og Linda B. Ólafsdóttir fulltrúi í skólaráði Hvassó, fyrir verkefnið Vinir í Hvassó.

Dugnaðarforkaverðlaun 2010 voru tvenn og voru veitt til Borghildar Jósúadóttur fyrir ötult foreldrastarf í framhaldsskólum og til Önnu Margrétar Sigurðardóttur fyrir framúrskarandi störf í þágu foreldrasamstarfs í Fjarðabyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×