Innlent

Margir í Landsbankanum með hærri laun en forsætisráðherra

Í nýju árshlutauppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins kemur fram að launagreiðslur, fríðindi og lífeyrisgreiðslur til æðstu stjórnenda bankans nemi 57 milljónum króna á þessu tímabili.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er um að ræða tuttugu stjórnendur bankans. Að meðaltali fá stjórnendur bankans því 950 þúsund krónur í laun, fríðindi og lífeyrisgreiðslur á mánuði.

Í nýlegum lögum um kjararáð er kveðið á um að föst laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Þau eru 935 þúsund krónur á mánuði. Landsbankinn er að stærstum hluta í eigu ríkisins. Eins og tekið hefur verið fram eru lífeyrisgreiðslur taldar með í heildarupphæð launa stjórnenda Landsbankans.

En þar sem um meðalgreiðslur er að ræða má gera ráð fyrir að margir af þessum tuttugu einstaklingum hafi hærri laun en forsætisráðherra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×