Innlent

Eurovision: Sungið á íslensku á næsta ári

Boði Logason skrifar
Ef Hera myndi taka aftur þátt í undankeppninni á næsta ári þyrfti hún að syngja á íslensku.
Ef Hera myndi taka aftur þátt í undankeppninni á næsta ári þyrfti hún að syngja á íslensku.

Næsta Söngvakeppni Sjónvarpsins verður sungin á íslensku. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sendi bréf þess efnis til Félags tónskálda og textahöfunda. Þar segir hann að um sé að ræða íslenska söngvakeppni fyrir íslenska áhorfendur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

„Á meðan Söngvakeppni Sjónvarpsins er notuð til að velja framlag Íslands í söngvakeppni EBU, sem ekki er sjálfgefið, mun RÚV taka þátt í hugsanlegum kostnaði við „útlenskun" á texta þess lags sem sent yrði út til þátttöku," segir ennfremur í bréfi Páls.

Í síðustu undankeppni fengu höfundarnir að ráða því sjálfir á hvaða tungumáli lögin voru flutt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×