Innlent

Skuldabréfavísitala stendur í stað eftir talsverðar hækkanir

Eftir töluvert miklar hækkanir síðastliðna þrjá daga stóð Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI í stað í dag í þó nokkrum viðskiptum eða 18,3 milljörðum króna. Hún er 189 stig samkvæmt upplýsingum frá GAM Management.

GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 12,1 milljarða króna viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í fjögurra milljarða króna viðskiptum.

Vísitölurnar eru settar 100 þann 1. janúar 2005 og sýna heildarávöxtun helstu skuldabréfa á markaði (Íbúðabréf og Ríkisbréf með viðskiptavakt). Skuldabréfin eru hlutfallsvigtuð miðað við markaðsverðmæti þeirra í hlutfalli af heildarmarkaðsverðmæti bréfa í vísitölunni.

Skuldabréfavísitölur GAMMA eru reiknaðar og birtar af GAM Management hf., óháðu og sérhæfðu fjármálafyrirtæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×