Innlent

Langstærsti hlýri sem veiðst hefur á sjóstöng

Þýskur stangveiðimaður nýbúinn að landa risahlýra
Þýskur stangveiðimaður nýbúinn að landa risahlýra
Þýski sjóstangveiðimaðurinn Frank Petzold veiddi um helgina 130 sentimetra hlýra sem vó 20 kíló. Þetta mun vera stærsti hlýri sem veiðst hefur á sjóstöng við strendur Íslands. Frank hefur ásamt hópi þýskra sjóstangveiðimanna verið við veiðar við Flateyri og Suðureyri undanfarnar vikur.

„Maímánuður hefur verið með eindæmum góður fyrir þýsku sjómennina en þeir hafa raðað inn stórlúðunum síðastliðnar vikur,“ sagði Róbert Schmidt, leiðsögumaður hjá Hvíldarkletti, sem gerir út sjóstangveiðibáta á svæðinu. Hann bætti við að auk hlýrans hefðu bæði 108 og 110 kílóa stórlúður komið á land á síðustu dögum.

Kunnugir hafa hingað til talið það nær ógerlegt að veiða hlýra á sjóstöng en auk þess stóra hafa 19,2 og 15 kílóa hlýrar komið á land undanfarið.

Búist er við um þúsund ferðamönnum til Flateyrar og Suðureyrar í sumar sem koma þangað gagngert til þess að stunda sjóstangveiði. - mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×