Innlent

Eyjafjallajökull: Vatnsgufa í tveggja kílómetra hæð

Hvít vatnsgufa fór upp í tveggja kílómetra hæð
Hvít vatnsgufa fór upp í tveggja kílómetra hæð Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Í tilkynningu frá veðurstofu og jarðvísindastofnun segir að hvít vatnsgufa steig frá eldstöðinni í morgun upp í tveggja kílómetra hæð. Ský og mistur hafa hulið topp fjallsins að mestu í gær og í dag. Þá var mikið öskufjúk á svæðinu í gær, eins og Vísir greindi frá.

Óróinn hefur verið mjög svipaður og síðustu daga en ennþá má sjá smátoppa á lægstu tíðnunum. Þá mælast fáir smáskjálftar daglega á grunnu dýpi undir jöklinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×