Rektor sleginn yfir rothöggi á lotukerfi 2. júní 2010 06:00 Rektor Menntaskólans við Sund er vonsvikinn yfir að ekki tókst að innleiða nýtt kerfi sem hann telur betra fyrir nemendur, kennara og skólann sjálfan.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er heilmikið kjaftshögg,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, þar sem hætta verður við áður auglýsta breytingu á kennslu fyrir nýnema í skólanum. Í vetur var kynnt fyrir nemendum í tíunda bekk grunnskóla og forráðamönnum þeirra breyting á skólanámskrá MS og innleiðing á svokölluðu lotubundnu bekkjarkerfi. Már segir núverandi bekkjarkerfi að mörgu leyti gallað þótt það sé gott fyrir þá sem ráði við fullt nám. Ef eitthvað komi upp á sé heilt námsár undir. Það sé mikið áfall að þurfa að sitja heilt ár upp á nýtt. Már segir ætlunina hafa verið þá að skipta skólaárinu í fjögur tímabil sem hvert skiptist í átta vikna lotur. „Þá eru nemendur aðeins í tveimur til þremur námsgreinum í einu. Þeir klára námið í áfanganum á átta vikum í stað þess að þurfa að einbeita sér að kannski átta til tíu námsgreinum í einu,“ útskýrir Már. Að sögn rektors tekst ekki að koma nýja kerfinu í gang í haust vegna þess að ekki náðust samningar við Kennarasamband Íslands. Með þessari niðurstöðu verði MS af heilmiklu aukafjármagni sem lofað hafi verið og hún geri skólann verr í stakk búinn til að takast á við kreppuna. „Þetta er miklu hagkvæmara kerfi og í raun fyrir kennara líka því í staðinn fyrir að vera með eitt hundrað og fimmtíu til tvö hundruð nemendur undir í einu þá eru þeir bara með sextíu,“ segir Már. Um sex hundruð krakkar sóttu um tvö hundruð skólapláss í MS í forvali. Óvíst er hversu margir vilja nú breyta þessu vali. „Við vitum ekki hversu margir sóttu um vegna kerfisbreytingarinnar sem við erum búin að vera kynna í allan vetur,“ segir Már sem kveður vonbrigðin vera mikil. „Núna erum við að endurskipuleggja skólann til að takast á við næsta ár á hefðbundinn hátt í stað þess að vera að fara út í spennandi breytingar.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að þegar á reyndi hafi ekki reynst meirihluti í kennarahópi MS fyrir því að gerðar yrðu þær grundvallarbreytingar á innra starfi skólans sem til hafi þurft. Félagið hafi ekki getað lokið samningagerðinni í andstöðu við vilja þessa hóps auk þess sem ekki hafi þótt heppilegt að ganga frá slíkum samningum í kreppu og niðurskurði. „Það var ekki fyrirkomulagið sem slíkt sem var deiluefni heldur fannst hópnum að það væri ekki búið að undirbúa málið nógu vel. Þar af leiðandi var kennarahópurinn þegar upp var staðið ekki tilbúinn til þess að gefa grænt ljós á að samningarnir yrðu kláraðir,“ segir Aðalheiður. gar@frettabladid.is Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
„Þetta er heilmikið kjaftshögg,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, þar sem hætta verður við áður auglýsta breytingu á kennslu fyrir nýnema í skólanum. Í vetur var kynnt fyrir nemendum í tíunda bekk grunnskóla og forráðamönnum þeirra breyting á skólanámskrá MS og innleiðing á svokölluðu lotubundnu bekkjarkerfi. Már segir núverandi bekkjarkerfi að mörgu leyti gallað þótt það sé gott fyrir þá sem ráði við fullt nám. Ef eitthvað komi upp á sé heilt námsár undir. Það sé mikið áfall að þurfa að sitja heilt ár upp á nýtt. Már segir ætlunina hafa verið þá að skipta skólaárinu í fjögur tímabil sem hvert skiptist í átta vikna lotur. „Þá eru nemendur aðeins í tveimur til þremur námsgreinum í einu. Þeir klára námið í áfanganum á átta vikum í stað þess að þurfa að einbeita sér að kannski átta til tíu námsgreinum í einu,“ útskýrir Már. Að sögn rektors tekst ekki að koma nýja kerfinu í gang í haust vegna þess að ekki náðust samningar við Kennarasamband Íslands. Með þessari niðurstöðu verði MS af heilmiklu aukafjármagni sem lofað hafi verið og hún geri skólann verr í stakk búinn til að takast á við kreppuna. „Þetta er miklu hagkvæmara kerfi og í raun fyrir kennara líka því í staðinn fyrir að vera með eitt hundrað og fimmtíu til tvö hundruð nemendur undir í einu þá eru þeir bara með sextíu,“ segir Már. Um sex hundruð krakkar sóttu um tvö hundruð skólapláss í MS í forvali. Óvíst er hversu margir vilja nú breyta þessu vali. „Við vitum ekki hversu margir sóttu um vegna kerfisbreytingarinnar sem við erum búin að vera kynna í allan vetur,“ segir Már sem kveður vonbrigðin vera mikil. „Núna erum við að endurskipuleggja skólann til að takast á við næsta ár á hefðbundinn hátt í stað þess að vera að fara út í spennandi breytingar.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að þegar á reyndi hafi ekki reynst meirihluti í kennarahópi MS fyrir því að gerðar yrðu þær grundvallarbreytingar á innra starfi skólans sem til hafi þurft. Félagið hafi ekki getað lokið samningagerðinni í andstöðu við vilja þessa hóps auk þess sem ekki hafi þótt heppilegt að ganga frá slíkum samningum í kreppu og niðurskurði. „Það var ekki fyrirkomulagið sem slíkt sem var deiluefni heldur fannst hópnum að það væri ekki búið að undirbúa málið nógu vel. Þar af leiðandi var kennarahópurinn þegar upp var staðið ekki tilbúinn til þess að gefa grænt ljós á að samningarnir yrðu kláraðir,“ segir Aðalheiður. gar@frettabladid.is
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira