Innlent

Guðríður: Engar ófrávíkjanlegar kröfur

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir flokkinn ekki setja neinar ófrávíkjanlegar kröfur í meirihlutaviðræðunum í bæjarfélaginu. Hún segir að Listi Kópavogsbúa hafi gerst sekur um trúnaðarbrest.

Í gær bárust þær fregnir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í viðræðum á milli Samfylkingar, VG, Næstbesta flokksins og Lista Kópavogsbúa. Ásdís Ólafsdóttir, sem skipaði heiðursæti á Lista Kópavogsbúa og er fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að Samfylkingin gerði þá kröfu að Guðríður yrði bæjarstjóri og á það gæti Lista Kópavogsbúa ekki fallist.

„Mér finnst það ekki til heilla að ræða þetta mál í fjölmiðlum. Það er betra að gera það á fundum og það er annar fundur í dag. Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert mál útrætt," segir Guðríður og bætir við að Listi Kópavogsbúa hafi gerst sekur um trúnaðarbrest. „Þegar fólk situr og er að semja er farsælast að það sé gert fyrir luktum dyrum."

Guðríður segir að fundurinn í gær hafi verið góður og að hennar nafn hafi ekki verið rætt í sambandi við bæjarstjórastólinn. Þá gagnrýnir hún yfirlýsingar Ásdísar á Vísi í gærkvöldi. „Í fyrsta lagi var fylgistap Samfylkingarinnar ekki það sama og sameiginlegt tap Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Við töpuðum þremur prósentum. Í öðru lagi kom mitt nafn ekkert upp í þessari umræðu í gær."

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði rúmlega 14% í kosningunum á laugardaginn og Framsóknarflokkurinn tæplega 5%.


Tengdar fréttir

Oddviti Samfylkingar: „Ég er mjög bjartsýn“

„Það hafa ekki komið upp nein ágreiningsmál enn þá," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi í samtali við Vísi.is. Viðræður milli Samfylkingar, Næst besta flokknum, Lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna munu halda áfram í dag um hugsanlegt meirihlutasamstarf. Það yrði í fyrsta skiptið í tuttugu ár sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fara ekki með völd í bænum, ef flokkarnir ná að mynda meirihluta.

Meirihlutaviðræður langt komnar í Kópavogi

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, lista Kópavogsbúa og Næsta besta flokksins í Kópavogi eru langt á veg komnar. Fulltrúar flokkanna funduðu í gær og búist er við áframhaldandi fundarhöldum í dag.

Y-listinn: Getum ekki samþykkt Guðríði sem bæjarstjóra

„Guðríður vill verða bæjarstjóri, og það viljum við alls ekki," segir Ásdís Ólafsdóttir, Y-lista Kópavogsbúa. Eins og hefur komið fram hafa Samfylkingin, Vinstri grænir, Næst besti flokkurinn og Y-listi Kópavogsbúa, fundað síðustu daga um myndun meirihluta í Kópavogi. Flokkarnir hættu að funda klukkan fimm í dag og segir Ásdís að ekki náist samkomulag um hver fær bæjarstjórastólinn.

Kópavogur: Fullur vilji til að ljúka meirihlutamyndun

Fulltrúar S,V,Y og X lista í Kópavogi segja í yfirlýsingu sem send var út í nótt að þeir standi sameiginlega að meirihlutaviðræðum í bænum og að talsmenn framboðanna hafi fullan vilja til að ljúka því verkefni. Í gær bárust þær fregnir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í viðræðum á milli Samfylkingar, VG, Næstbesta flokksins og Y - lista Kópavogsbúa.

Meirihlutaviðræður hafnar í Kópavogi

Meirihlutaviðræður í Kópavogi eru þegar hafnar án aðkomu framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokks. Oddvitar Samfylkingarinnar og Næst besta flokksins segja nauðsynlegt að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá bæjarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×