Innlent

Mörður Árnason vill Besta flokkinn

Boði Logason skrifar
Mörður Árnason
Mörður Árnason

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að samstjórn Besta flokksins og Samfylkingar sé besti kosturinn í Reykjavík. Hann telur að flokkarnir tveir geti náð vel saman. Besti flokkurinn gæti bætt stöðu Samfylkingarinnar svo sem í skipulagsmálum. „Nú eru verktakarnir flestir farnir á hausinn þannig að það er kannski hægt að fara að hlusta á fólkið og fagmennina," segir Mörður.

„Það verður skrýtið í nokkra daga að Jón Gnarr sé allt í einu orðinn borgarstjóri. En er þar úr svo háum söðli að detta? Gnarrinn er vís til að brillera í þessu, vantar að minnsta kosti ekki tilfinningu fyrir grasrótinni í borginni og veit vel hvað fólk flest er að hugsa. Það sýnir einfaldlega árangurinn á laugardaginn."

Hann segir það mikinn misskilning að aðrir en Jón Gnarr á lista flokksins séu „einhver vitleysingahjörð". „Þar er samankomið hvert talentið af öðru, framkvæmdamenn, stjórnendur, hugsuðir og skipuleggjendur, þaulvant samningafólk með fingurgómsnæmi á tíðaranda og almannatengsl."

„Spurningin er ekki um hæfnina heldur hvort þau koma sér saman og hvort þau standa saman þegar gefur á bátinn - en þá er að muna að mörg koma þau úr veröld tónlistarinnar og leiklistarinnar þar sem einstaklingsframtakið er lítils virði nema samleikurinn sé þéttur."

Heimasíðan hjá Merði
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×