Innlent

Miðstöðin nýtt til vöruþróunar

Matarsmiðjan mun þróa vörur og mennta fagmenn.
Matarsmiðjan mun þróa vörur og mennta fagmenn.
Samkomulag um stofnun og starfsemi Matarsmiðjunnar á Flúðum hefur verið undirritað. Atvinnuþróunar- og Háskólafélag Suðurlands, Háskóli Íslands, Matís og sveitarfélögin á svæðinu koma að verkefninu.

Á Flúðum verður vöruþróun og fullvinnsla á grænmeti og fag- og háskólamenntun á svæðinu efld með kennslu og rannsóknum. Ætlunin er að bjóða frumkvöðlum og smáframleiðendum upp á sérfræðiaðstoð til að þróa vörur án mikils tilkostnaðar á meðan verið er að koma vörum á markað. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×