Innlent

Evran ekki ódýrari í rúmt ár

Hundrað krónur
Hundrað krónur
Gengi krónunnar styrktist um 0,8 prósent í gær og endaði gengisvísitalan í 214,59 stigum. Hún hefur ekki verið lægri frá því snemma í apríl í fyrra.

Gengi krónunnar hefur styrkst frá í nóvember í fyrra þegar vísitalan stóð í tæpum 240 stigum.

Evran, sem gefið hefur verulega eftir vegna titrings í evrópsku efnahagslífi, kostar rúmar 156 krónur og hefur hún ekki verið lægra skráð síðan seint í mars í fyrra. Innan við mánuður er síðan aðrir gjaldmiðlar voru jafn ódýrir í krónum og nú. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×