Innlent

Þingfestingar í vændiskaupamálum

Öll tilvikin tengjast vændisstarfssemi á vegum Catalinu Ncogo, sem hefur stundum verið nefnd Miðbaugsmaddaman.
Öll tilvikin tengjast vændisstarfssemi á vegum Catalinu Ncogo, sem hefur stundum verið nefnd Miðbaugsmaddaman.

Mál ellefumenningana sem ákærðir eru fyrir að greiða fyrir vændi á síðasta ári voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls voru sautján mál af svipuðum toga rannsökuð en ákærur að lokum gefnar út í ellefu tilfellum þar sem sönnunargögn skorti í sex málum. Þinghald er lokað í málunum og nöfn sakborningannna því ekki gerð opinber. Öll tilvikin tengjast vændisstarfssemi á vegum Catalinu Ncogo, sem hefur stundum verið nefnd Miðbaugsmaddaman, en hún hefur áður verið dæmd fyrir að hafa milligöngu um vændi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×