Innlent

Telur brýnt að skerpa skilin milli borgarstjórnar og borgarráðs

Óskar vill skerpa skilin milli borgarstjórnar og borgarráðs. Tillögu hans var vísað til borgarráðs.
Óskar vill skerpa skilin milli borgarstjórnar og borgarráðs. Tillögu hans var vísað til borgarráðs.
Óskar Bergsson, fráfarandi borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, telur brýnt að skerpa betur á verkaskiptingu milli borgarstjórnar og borgarráðs. Óskar lagði fram tillögu þess efnis á sínum síðasta borgarstjórnarfundi í gær.

Tillagan felur í sér að forsætisnefnd verði falið að yfirfara samþykktir borgarinnar til að ná þessu fram. Óskar vill að borgarstjórnarfundir verði virkjaðir betur sem vettvangur hinnar pólitísku umræðu, en borgarráð verði fyrst og fremst vettvangur framkvæmda- og fjármálastjórnar borgarinnar líkt og lög gera ráð fyrir.

Tillögunni var vísað til borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×