Innlent

Neytendur njóta ekki góðs af styrkingu krónu

Neytendasamtökin segja að innflytjendur og/eða smásalar hafi nýtt sér styrkingu krónunnar til að hækka álagningu.

„Slíkt er að sjálfsögðu óásættanlegt og ekki síst á þeim erfiðu tímum sem heimilin búa við. Það er því eðlileg krafa að styrking krónunnar skili sér til neytenda í stað þess að skila sér í hærri álagningu," segir í frétt Neytendasamtakanna.





Undanfarna mánuði hefur krónan verið að styrkjast gagnvart evrópskum gjaldmiðlum, en þaðan eru flestar neysluvörur fluttar inn frá. Evran hefur lækkað í verði gagnvart krónunni um 15,5% frá 12. nóvember, segir í fréttinni.

Ljóst er að verðlag innfluttra vara hefur ekki þróast í samræmi við gengi krónunnar. Það er því ljóst að innflytjendur og/eða smásalar hafa nýtt sér styrkingu krónunnar til að hækka álagningu sína, segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×