Innlent

Íslenskur maður ofsækir Eivöru

Söngkonan Eivör Pálsdóttir hefur óskað eftir nálgunarbanni vegna íslensks manns sem hefur elt hana á röndum í þrjú ár. Svo ágengur hefur maðurinn verið að hann hefur búið í tjaldi í garðinum hjá henni í Færeyjum í um ár.

Fyrir ári flutti maðurinn frá Íslandi til Færeyja og hefur hafst við í tjaldi í garði við hús sem hún á í heimabæ sínum Götu. Í tjaldinu dvaldi maðurinn til að mynda síðustu jól.

Eivör segir málið afar dapurlegt. Maðurinn þurfi augljóslega á aðstoð að halda og sálrænum stuðning.

Færeyska blaðið Dimmalætting hefur að undanförnu fjallað um málið og tilraunir Eivarar til að fá nálgunarbann á manninn. Í umfjöllunum blaðsins kemur fram að lögreglan í Runavík, sem fer með málið hefur lítið getað, aðhafst.

Jens Guðmundsson, tónlistarskríbent sem nú ritar bók um ævi og feril Eivarar, segir þetta ekki eina Íslendinginn sem hefur fyllst ranghugmyndum um hana. Enginn þeirra hafi þó verið jafn ágengur og þessi.Maðurinn standi meðal annars í þeirri trú að það eina sem standi í vegi fyrir sambandi sínu við Eivöru sé umboðskona hennar og hefur hann haft í hótunum við hana.

 


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×