Innlent

Læknaráð: Minni fjárframlög þýðir skert þjónusta

Fjárveitingar til Landspítalans hafa undanfarin ár farið lækkandi og á þessu ári var sparnaðarkrafan um 3 milljarðar.
Fjárveitingar til Landspítalans hafa undanfarin ár farið lækkandi og á þessu ári var sparnaðarkrafan um 3 milljarðar.
Ekki verður komist hjá skertri þjónustu á Landspítalanum og fækkun starfsfólks komi til frekari niðurskurðar á fjárframlögum ríkisins til spítalans. Þetta ályktaði aðalfundur læknaráðs Landspítala fyrir skömmu.

Fjárveitingar til Landspítalans hafa undanfarin ár farið lækkandi og á þessu ári var sparnaðarkrafan um 3 milljarðar. Á næsta ári er frekari niðurskurður fyrirhugaður og heyrst hefur að 6% lækkun verði í fjárveitingum til heilbrigðis- og velferðarmála. Gangi þetta eftir verður ekki komist hjá skertri þjónustu og frekari fækkun starfsmanna, segir í tilkynningu.

Landspítalinn er meginstoð íslenska heilbrigðiskerfisins algera sérstöðu og spítalinn getur engum sjúklingahópum vísað frá sér. Læknaráð segir nauðsynlegt sé að hafa þessa sérstöðu spítalans í huga þegar fjárveitingar eru ákveðnar.

Á krepputímum þurfa stjórnvöld að líta til þess hvaða þættir ríkiskerfisins eru almenningi mikilvægastir til lengri tíma litið og þeim ber að hlífa eins og kostur er.

Til þess að skattfé almennings nýtist sem best þarf að leita leiða til hagræðingar í ríkiskerfinu, en jafnframt að gæta þess að nauðsynleg þjónusta skerðist ekki, segir í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×