Innlent

Blómfríður fékk trollið í skrúfuna

Búist er við bátunum til hafnar í Ólafsvík um klukkan átta.
Búist er við bátunum til hafnar í Ólafsvík um klukkan átta. MYND/Pjetur

Björgunarskip frá Snæfellsbæ er nú á leið til hafnar með rækjubátinn Blómfríði frá Ólafsvík í togi. Báturinn fékk trollið í skrúfuna og kallaði eftir aðstoð. Björgunarskipið hélt af stað klukkan átta í gærkvöldi og var komið að Blómfríði um klukkan ellefu. Veðrið á svæðinu var ekki gott í nótt en hefur lagast með morgninum að sögn björgunarsveitarmanna.

Ekkert amaði að áhöfninni á Blómfríði og vel gekk að koma tóg í hana en bátarnir eiga nú um klukkutíma siglingu eftir í land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×