Fleiri fréttir

Icelandair: Gert ráð fyrir að flug verði á áætlun á morgun

Flug Icelandair verður samkvæmt áætlun á morgun, nema hvað flugi til Amsterdam, Frankfurt og Parísar frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið hefur verið aflýst. Í tilkynningu segir að ferðir frá þessum borgum síðdegis á morgun verði samkvæmt áætlun. Flugi síðdegis í dag hefur hinsvegar verið aflýst eins og áður hefur komið fram.

Salan verður rædd í ríkisstjórn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í dag að salan á HS Orku til Magma Energy verði rædd í ríkisstjórn á morgun. Málið var rætt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og þar sagði Steingrímur ennfremur að vonir hafi verið bundnar við að lífeyrissjóðir kæmu inn í dæmið og keyptu eignarhlut Geysis Green Energy.

Þyrlan gat ekki sótt slasaða

Bílslys varð á Laxardalsheiði fyrir hádegið þegar bifreið fór út af veginum og valt. Karl og kona voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með sjúkrabílum. Óskað var eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti fólkið en öskufall úr Eyjafjallajökli kom í veg fyrir það.

Iceland Express: Vél frá Gatwick í loftið klukkan sex

Vél Iceland Express fer frá London Gatwick klukkan 18:00 að staðartíma áleiðis til Keflavíkur. Áætlað er að vélin lendi um áttaleytið í kvöld að íslenskum tíma. Félagið reiknar með að flug félagsins í fyrramálið verði samkvæmt áætlun en farþegar eru minntir á að fylgjast vel með því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.

Eldur í barnavagni í Breiðholti

Slökkviliðið var kallað að Vesturbergi 98 í Breiðholti nú rétt fyrir klukkan tvö en þar kom upp eldur í barnavagni í stigagangi hússins. Verið er að reykræsta stigaganginn en íbúar í húsinu gátu slökkt eldinn. Ekki þurfti því að rýma íbúðir í húsinu.

Bílslys á Laxárdalsheiði

Bílslys varð á Laxardalsheiði fyri hádegið. Lögreglan í Borgarnesi getur litlar upplýsingar gefið um slysið að svo stöddu en þó er ljóst að bíll fór útaf veginum og valt. Lögregla og sjúkralið er á staðnum og ljóst er að einn hefur slasast að minnsta kosti. Frekari upplýsingar verða gefnar síðar að sögn lögreglu.

Eldurinn slökktur í Austurbæjarskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú ráðið niðurlögum eldsins sem upp kom í Austurbæjarskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag. Eldurinn var í risi hússins norðanmeginn og var skólinn rýmdur þegar í stað. Rýming gekk vel og slökkvistarfið einnig. Nú stendur yfir reykræsting í skólanum.

Eldur í Austurbæjarskóla: Skólinn rýmdur

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að Austurbæjarskóla þar sem upp kom eldur nú rétt fyrir eitt. Eldurinn er í risi hússins norðanmegin og hefur skólinn verið rýmdur. Að sögn lögreglu gekk vel að rýma skólann og hefur öllu skólahaldi verið aflýst það sem eftir lifir dags. Nærliggjandi götum hefur ennfremur verið lokað og berst slökkviliðið nú við eldinn.

Dúfa í óskilum

Starfsmenn Fjarðarstáls í Hafnarfirði fengu óvæntan gest í heimsókn þegar inn í fyrirtækið flaug merkt dúfa sem virðist vera húsvön. Dúfan er merkt með númeri á fæti, hvít með gráa vængi og tvær svartar rendur á hvorum væng. Að sögn starfsmanna lætur hún ekki mikið fara fyrir sér og hægt er að komast alveg upp að henni.

Íbúafundur vegna eldgossins

Þjónustumiðstöðin að Heimalandi minnir á áður auglýstan fund í kvöld klukkan 20:30 fyrir íbúa í Rangárþingi eystra á vegum sveitarfélagsins í félagsheimilinu Heimalandi. Á fundinum verður fjallað um stöðu mála vegna eldgossins í Eyjafjallajökili og úrræði rædd, að því er fram kemur í tilkynningu.

Ögmundur: Hrikaleg tíðindi

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir samkomulag Magma Energy og Geysir Green Energy um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS-Orku vera hrikaleg tíðindi. Alþingi og ríkisstjórnin verði að grípa í taumanna.

Millilandaflugvellirnir gætu allir lokast

Horfur eru á að allir millilandaflugvellir hér á landi lokist í kvöld og verður það í fyrsta sinn frá því að eldgosið í Eyjafjallajökli hófst.

Kaupþingsrannsókn í eðlilegu ferli

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, segir mál Kaupþingsmanna í sama ferli og áður. Hann vill ekki tjá sig um hvort yfirheyrslum hafi verið fram haldið í morgun en segir að rannsókn haldi áfram.

Hættir sem framkvæmdastýra VG

Drífa Snædal lætur á næstu vikum af störfum sem framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Stjórn VG auglýsir starfið laust til umsóknar á vefsíðu flokksins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í júlí.

Bjarki Már: Ég er ekki skrímsli

„Ég er ekki kynferðisbrotamaður og ég er ekki þetta skrímsli sem verið er að lýsa,“ segir Bjarki Már Magnússon. Hæstiréttur Íslands staðfesti í síðustu viku átta ára fangelsisdóm yfir honum. Bjarki neyddi þáverandi sambýliskonu sína, Hrafnhildi Stefánsdóttur, meðal annars til samræðis og annarra kynferðismaka með ellefu öðrum mönnum ásamt því sem hann tók myndir og myndbönd af ofbeldinu. Bjarka er gert að greiða henni þrjár milljónir króna. Í dómsorði segir að gjörðir hans eigi sér engar hliðstæður í íslenskri réttarsögu.

Íslandshreyfingin ítrekar andstöðu við afsal auðlinda

Stjórn Íslandshreyfingarinnar, sem nú er félag innan Samfylkingarinnar, ítrekar harða andstöðu sína gegn afsali auðlinda þjóðarinnar til erlendra auðfélaga. Í tilkynningu er minnt á að hreyfingin varð fyrst framboða fyrir kosningarnar 2007 til að „vekja athygli á því í hvað stefndi ef ekki yrði strax spyrnt við fótum í sölu orkulindanna, sem þá var að hefjast.“

Tæplega tíu þúsund fleiri kjósendur á kjörskrá

Kjósendur á kjörskrá eru 9.767 fleiri nú en á kjörskrá í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða sem svarar 4,5%. Þeir kjósendur sem nú fá að kjósa í fyrsta sinn til sveitarstjórnar sökum aldurs eru 18.772. Það eru 8,3% af heildarkjósendatölunni. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Icelandair fellir niður flug

Töluverð röskun verður á flugi Icelandair í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar, en flug var með eðlilegum hætti í morgun. Félagið hefur fellt niður flug til Kaupmannahafnar, London, New York, Boston og Seattle síðdegis.

Æfa forgangsakstur

Lögregluskólinn er þessa dagana með sérstakt námskeið þar sem verið er að þjálfa forgangsakstur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Næstu daga geta ökumenn átt von á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgarsvæðinu og því telur Umferðarstofa rétt að nota tækifærið og hvetja ökumenn til að aka ekki á vinstri akrein að óþörfu þar sem fleiri en ein akrein er í sömu átt. Lögregla, sjúkraflutningamenn og slökkvilið þurfi að geta treyst á að vinstri akreinin sé eins greið og mögulegt er því hana eigi að nota til að fara fram úr annarri umferð.

Smábátar flykkjast út til strandveiða

Smábátar hafa flykkst út til strandveiða allt frá miðnætti en veiðar eru ekki leyfðar frá föstudegi til sunnudags. Víðast hvar er gott í sjóinn og vonast sjómenn til að aflabrögð verði jafn góð og í síðustu viku. Þá eru stóru frystitogararnir byrjðir árlegar úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg, en ekki hafa borist fréttir af aflabrögðum hjá þeim.

Stálu eftirlitsmyndavél

Innbrotsþjófar stela ólíklegustu hlutum en líta um leið framhjá hlutum sem almennt er talið að freisti þjófa. Þannig er lögreglan í Árnessýslu að rannsaka nokkur innbrot í sumarbústaði á Suðurlandi að undanförnu. Í einu þeirra var barnarúmi stolið og engu öðru. Þá var ekki litið við talsverðu af áfengi í tveimur bústöðum, en flatskjám og fleiri verðmætum hinsvegar stolið. Í einu tilvikinu var eftirlitsmyndavél stolið, en hlutverk hennar var að fylgjast með þjófum. Ekki eru dæmi um alvarleg spellvirki nema hvað einhverjar skemmdir eru unnar þegar þjófarnir eru að brjóta sér leið inn í bústaðina.

Innanlandsflugi aflýst fram eftir degi

Bæði Icelandair og Iceland Express flýttu brottförum margra Evrópuvéla í morgun vegna óvissu um flugskilyrði hér og þar yfir meginlandinu. Sumir flugvellir í Bretlandi, Skotlandi, Írlandi og í Hollandi voru lokaðir í morgun, en búið er að opna einhverja þeirra. Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi fram eftir degi.

Íhuga að sniðganga Ísland

Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi.

Ríkið greiði salmonellureikning vegna hrossa

Matvælastofnun og íslenska ríkið hafa verið dæmd til að greiða dýralækni ríflega 660 þúsund krónur vegna starfa við hrossahóp sem var illa haldinn af salmonellusýkingu í Mosfellsbæ í desember 2008. Gera má ráð fyrir að fleiri dýralæknar sem önnuðust hrossin fari í mál gegn Matvælastofnun í kjölfar dómsins.

Húsaþyrping risin á Hellnum

Tíu hús eru seld í nýrri húsaþyrpingu sem risin er á Hellnum. Þegar hafa tólf hús verið reist en grunnar hafa verið lagðir að sautján húsum og verður lokið við að byggja þau í sumar, að sögn Búa Kristjánssonar verkefnastjóra framkvæmdanna.

Kveiktu á kertum til minningar

„Þetta var fyrst og fremst falleg stund sem við héldum til að minnast þeirra sem fallið hafa frá,“ segir Gunnlaugur I. Grétarsson, formaður samtakanna HIV-Ísland.

Hertar aðgerðir til að innheimta sektir

Ríkisendurskoðun segir lítinn hluta sekta vegna skattalagabrota innheimtast og megi gera ráð fyrir að meirihluti þeirra sem fundnir verði sekir um skattalagabrot á næstunni afpláni refsingu sína í formi samfélagsþjónustu.

Dagsektir ef starfsmenn eru án vinnustaðaskírteina

Eftirleiðis skulu allir starfsmenn og atvinnurekendur í byggingariðnaði og veitingarekstri hafa vinnuskírteini á sér við störf sín. Alþingi samþykkti lög þess efnis í síðustu viku. Möguleiki er á að þetta eigi við fleiri atvinnugreinar.

Brýnt að vinna gegn áhrifum atvinnuleysis

Brýnt er að efla atvinnulífið og vinna gegn íþyngjandi áhrifum atvinnuleysis til að draga úr áhrifum kreppunnar á þá hópa sem verst verða úti. Þetta er niðurstaða skýrslu Rauða kross Íslands sem kom út á föstudag.

Icelandair breytir flugáætlun í fyrramálið

Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugáætlun vegna þess að spár gefa til kynna að Keflavíkurflugvöllur gæti lokast á morgun vegna eldgoss. Staðan er ennfremur óljós varðandi flugvelli á Bretlandseyjum.

Sóttur af þyrlu eftir fall í Esjunni

Karlmaðurinn sem datt í vesturhluta Esjunnar laust fyrir klukkan þrjú í dag var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur með henni á slysadeild. Maðurinn var á stað sem vinsæll er til klettaklifurs.

Ráðherra fundar vegna eldgossins

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í kvöld funda á Selfossi með hluta samráðhóps ráðuneytisins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Á fundinn mæta auk ráðherra, aðstoðarmanns hans og ráðuneytisstjóra, yfirdýralæknir, framkvæmdstjóri Búnaðarsambands Suðurlands, landgræslustjóri og sveitarstjóri Rangárþings-eystra.

Aðstoða mann sem datt í Esjunni

Björgunarsveitamenn, sjúkraflutningamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar eru að gera sig reiðubúna til þess að hjálpa manni sem virðist hafa dottið í Esjunni. Maðurinn var í göngu með tveimur öðrum þegar að hann datt. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málið enn sem komið er.

Kallar eftir hagræðingu í háskólanámi

Engir þættir í þjónustu hins opinbera munu verða ósnertir í niðurskurði fjárlaga á næst ári, segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Flug að mestu með eðlilegum hætti

Allt innanlandsflug er á áætlun í dag nema flug til Vestmannaeyja. Flugi til Vestmannaeyja klukkan eitt í dag hefur verið frestað og stendur til að athuga með það klukkan korter í fjögur. Millilandaflug er á áætlun, að flugi til London undanskildu.

Meintum innbrotsþjófum sleppt

Lögreglan í Borgarnesi sleppti úr haldi í gær þremur mönnum sem handteknir höfðu verið vegna gruns um innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi.

Ráðleggur Bretum að sækja Ísland heim

Ísland er nafli alheimsins. Landið er merkjanlegasta áminning um upphaf heimsins. Það er upphaf og afhjúpun sameinuð. Landið er tómt, skrýtið og stundum leiðinlegt. En allir ættu að koma hingað einu sinni. Þetta segir Janice Turner dálkahöfundur í grein sem birtist á forsíðu Timesonline í dag.

Segir sérstakan saksóknara hegða sér eins og kúreki

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi s

Hreinsunarstarf gengur vel í Vík - áfram öskufall í Eyjum

Rösklega áttatiu manns tóku þátt í hreinsunarstarfi við Vík í Mýrdal í dag eftir mikið öskufall þar í liðinni viku. Guðmundur Ingi Ingason, yfirmaður þjónustumiðstöðvar almannavarna, segir að fólkið sem taki þátt í vinnunni koma víða að af landinu og úr ólíkum þjóðfélagshópum. Stórfenglegt

Samiðn vill aðgerðir til að styrkja Íbúðalánasjóð

Samiðn, Samband iðnfélaga, krefst þess að Íbúðalánasjóður verði styrktur til að koma þeim eignum sem sýnt er að ekki seljast næstu árin í sérstakt eignarhaldsfélag. Þannig verði komið í veg fyrir að þau íþyngi rekstri íbúðalánasjóðs og hafi áhrif á útlánavexti sjóðsins. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins sem samþykkt var á ársþingi þess sem lauk í dag.

Sjá næstu 50 fréttir