Innlent

Innanlandsflugi aflýst fram eftir degi

Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi fram eftir degi.
Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi fram eftir degi. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Bæði Icelandair og Iceland Express flýttu brottförum margra Evrópuvéla í morgun vegna óvissu um flugskilyrði hér og þar yfir meginlandinu. Sumir flugvellir í Bretlandi, Skotlandi, Írlandi og í Hollandi voru lokaðir í morgun, en búið er að opna einhverja þeirra. Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi fram eftir degi.

Nú er hægviðri og askan dreifist í allar áttir. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar gæti Keflavíkurflugvöllur lokast upp úr hádegi og Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir gætu líka lokast í kvöld. Gosórói var með óbreyttum hætti í Eyjafjallajökli í nótt.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×