Íhuga að sniðganga Ísland 17. maí 2010 07:00 Mynd/Valli Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi. „Það er ekki hægt að lækka endalaust lyfjaverðið á Íslandi, eins og landið sé í einhvers konar tómarúmi," segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og stærsti framleiðandi krabbameinslyfja í heiminum í dag. „Það verður að horfa á heildarmyndina, það getur vel verið að það sé hægt að ná hagræðingu, en ríkisstjórnin á Íslandi er ekki að beita réttum aðferðum. Þeir taka einhliða ákvarðanir hverja annarri vitlausari, og hafa ekkert samráð við okkur eða önnur lyfjafyrirtæki. Þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu sem gengur upp fyrir báða aðila," segir Turner. Hann segir ófremdarástand hafa ríkt á lyfjamarkaðinum á Íslandi undanfarið. Þar skipti ekki síst máli að heilbrigðisráðherra hafi ítrekað tekið einhliða ákvarðanir, breytt fyrri ákvörðunum fyrirvaralaust og án samráðs. „Það er augljóst að ef lyfjaverðið fer undir ákveðið lágmark hefur mitt fyrirtæki engin önnur úrræði en að hætta við að setja tiltekin lyf á markaði á Íslandi," segir Turner. Þá sé líklegt að hætt verði að selja ákveðin lyf sem hafi verið í sölu á Íslandi fari verðið undir ákveðið lágmark. Þó íslenski lyfjamarkaðurinn sé lítill er ekki hægt að bjóða lægra verð hér en annars staðar í Evrópu, segir Turner. Ástæðan er sú að bjóðist betri verð hér en á margfalt stærri mörkuðum sé einfaldlega gerð krafa þar um að fá lyfin á jafn lágu verði. Hann segir Roche fráleitt eina fyrirtækið sem sé búið að fá nóg. Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í sömu stöðu, og þar hljóti menn að íhuga málin á sama grundvelli. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir kröfu Íslendinga ekki að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varðandi afkomu lyfjafyrirtækjanna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmarkaður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi." Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi. „Það er ekki hægt að lækka endalaust lyfjaverðið á Íslandi, eins og landið sé í einhvers konar tómarúmi," segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og stærsti framleiðandi krabbameinslyfja í heiminum í dag. „Það verður að horfa á heildarmyndina, það getur vel verið að það sé hægt að ná hagræðingu, en ríkisstjórnin á Íslandi er ekki að beita réttum aðferðum. Þeir taka einhliða ákvarðanir hverja annarri vitlausari, og hafa ekkert samráð við okkur eða önnur lyfjafyrirtæki. Þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu sem gengur upp fyrir báða aðila," segir Turner. Hann segir ófremdarástand hafa ríkt á lyfjamarkaðinum á Íslandi undanfarið. Þar skipti ekki síst máli að heilbrigðisráðherra hafi ítrekað tekið einhliða ákvarðanir, breytt fyrri ákvörðunum fyrirvaralaust og án samráðs. „Það er augljóst að ef lyfjaverðið fer undir ákveðið lágmark hefur mitt fyrirtæki engin önnur úrræði en að hætta við að setja tiltekin lyf á markaði á Íslandi," segir Turner. Þá sé líklegt að hætt verði að selja ákveðin lyf sem hafi verið í sölu á Íslandi fari verðið undir ákveðið lágmark. Þó íslenski lyfjamarkaðurinn sé lítill er ekki hægt að bjóða lægra verð hér en annars staðar í Evrópu, segir Turner. Ástæðan er sú að bjóðist betri verð hér en á margfalt stærri mörkuðum sé einfaldlega gerð krafa þar um að fá lyfin á jafn lágu verði. Hann segir Roche fráleitt eina fyrirtækið sem sé búið að fá nóg. Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í sömu stöðu, og þar hljóti menn að íhuga málin á sama grundvelli. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir kröfu Íslendinga ekki að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varðandi afkomu lyfjafyrirtækjanna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmarkaður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi."
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira