Innlent

Flug að mestu með eðlilegum hætti

Mest allt flug verður með eðlilegum hætti í dag. Mynd/ Valgarður.
Mest allt flug verður með eðlilegum hætti í dag. Mynd/ Valgarður.
Allt innanlandsflug er á áætlun í dag nema flug til Vestmannaeyja. Flugi til Vestmannaeyja klukkan eitt í dag hefur verið frestað og stendur til að athuga með það klukkan korter í fjögur. Millilandaflug er á áætlun, að flugi til London undanskildu.

Hluti af lotfhelgi Norður-Írlands var lokað á miðnætti vegna öskuskýs úr Eyjafjallajökli og hefur flugi frá Íslandi til Gattwick flugvallar í London sem fara átti klukkan eitt í dag verið aflýst. Bresk flugmálayfirvöld gera nefnilega ráð fyrir að öskuskýið færi sig sunnar eftir því sem líður á daginn, og gætu þá bæði Gatwick og Heathrow lokast. Menn óttast jafnvel að Heathrow flugvöllur gæti verið lokaður næstu daga.

Þýskir kollegar þeirra eru ekki jafn svartsýnir og telja að vellir verði opnir allavega fram yfir þriðjudag. Þýska flugmálastofnunin í samvinnu við Lufthansa ætlar að senda vélar á loft í dag til þess að mæla þéttni öskunnar. Flugfarþegar sem eiga flug til og frá landinu næstu daga eru því hvattir til þess að fylgjast vel með á heimasíðum flugfélaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×