Fleiri fréttir Samfylkingin hefur skipað umbótanefnd Samfylkingin hefur skipað umbótanefnd sem hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu og ábyrgð flokksins í aðdraganda bankahrunsins. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um umbætur á flokksstarfi og skipulagi næsta haust. 15.5.2010 12:03 Verslunarmenn í Reykjavík óttast minni ferðamannaverslun Verslunarmenn í miðborg Reykjavíkur óttast að ferðamannaverslun í sumar verði mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Framkvæmastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að menn séu uggandi enda sé miðborg Reykjavíkur um þessar mundir eins og dauðs manns gröf. 15.5.2010 11:57 Dimmt öskumistur yfir Vestmannaeyjum Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli sást vel frá Vestmannaeyjum í gær. Að sögn Gísla Óskarssonar fréttaritara í Vestmannaeyjum virtist sem öskuskýið breiddi úr sér eins og sveppahattur út frá stróknum. Nokkur aska féll í nótt eins og sjá mátti á þeim stöðum sem höfðu verið hreinsaðir af ösku sem féll gær. 15.5.2010 11:39 Ræningjar ógnuðu leigubílstjóra með hnífi Tveir karlmenn ógnuðu leigubílstjóra í Engjaseli í Breiðholti um þrjúleytið í nótt. Leigubílstjórinn hafði brugðið sér um stund út úr bílnum þegar mennirnir veittust að honum með hnífi og ógnuðu honum. Þeir hrifsuðu af 15.5.2010 09:19 Efnahagskreppan aðalviðfangsefni Rauða krossins í dag Efnahagskreppan og áhrif hennar á starf Rauða krossins í íslensku samfélagi er meginviðfangsefni aðalfundar Rauða kross Íslands sem haldinn er í dag. Hátt á annað hundrað fulltrúar frá 46 deildum sækja aðalfundinn. 15.5.2010 09:04 Kominn með nokkrar hænur landbúnaður Júlíus Már Baldursson, landnámshænsnabóndi á Tjörn í Vatnsnesi, hefur tekið fyrstu skrefin í að byggja upp stofninn sem hann glataði þegar á þriðja hundrað landnámshænsn drapst í eldsvoða 30. mars síðastliðinn. Tíu hanar komust af og nú hefur Júlíus bætt nokkrum pútum við. 15.5.2010 09:00 Upplýsingum haldið frá stjórn í rúmt ár Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. 15.5.2010 08:30 Gögn um aðildarviðræður opinberuð Össur Skarphéðinsson hyggst opna gagnvirka heimasíðu til þess að Íslendingar geti komið skoðunum á framfæri við samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 15.5.2010 08:00 Flestir vilja bíða niðurstöðu dóms Þingmenn tókust á um það í gær hvort tillaga Björns Vals Gíslasonar væri tæk til þinglegrar meðferðar. Hún kveður á um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru á hendur níu mótmælendum sem sakaðir eru um að hafa ráðist á Alþingi. 15.5.2010 07:00 Aukin ábyrgð og stærri og færri ráðuneyti Starfshópur forsætisráðuneytisins leggur til umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni og stjórnarskránni í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Áhersla er lögð á færri og stærri ráðuneyti, söfnun upplýsinga og að ráðherrar beri aukna ábyrgð. 15.5.2010 06:00 Dagvara hækkaði um 9% á einu ári Velta í dagvöruverslun dróst saman um 11,7 prósent á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nemur 3,5 prósentum á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hækkaði um 9,3 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum. 15.5.2010 05:00 Listabókstaf vantaði í klefann kosningar Kjósandi í Kópavogi sem hugðist greiða Næstbesta flokknum atkvæði furðaði sig á því að aðeins voru stimplar með listabókstöfum fjórflokkanna í kjörklefa Sýslumannsins í Kópavogi. Þurfti hann að spyrjast fyrir hverju þetta sætti. Sjö flokkar bjóða fram í kosningunum 29. maí. 15.5.2010 04:00 Skilaði áburðinum og sendir féð í sláturhús „Ég var að skila áburðinum. Við erum að huga að því að koma kindunum í burtu og svo því hvað við eigum að gera við nautgripina.“ 15.5.2010 03:00 Öskuhjól á Hvolsvelli Fjölskylda Björns Á. Guðlaugssonar á Hvolsvelli tóku þessa skemmtilegu mynd í dag en öskufallið er búið að vera svo mikið í kringum eldstöðvar Eyjafjallajökuls að íbúar í nágrenninu hafa varla getað farið út. 14.5.2010 22:59 EVE online þriðji besti tölvuleikur allra tíma Lesendur tímaritsins PC Gamer, hafa kosið íslenska tölvuleikinn EVE online þriðja besta tölvuleik veraldar. Eins og kunnugt er þá er leikurinn byggður á íslensku hugviti. 14.5.2010 19:47 Mesta öskufallið til þessa í bæjarfélögum Suðurlands Öskufall í bæjarfélögum Suðurlands í dag var það mesta til þessa frá því toppgígur Eyjafjallajökuls hóf að gjósa fyrir sléttum mánuði. Á Hvolsvelli sjá íbúar fram á margra daga hreinsunarstarf og undir Eyjafjöllum eru bændur fyrir löngu búnir að fá meira en nóg. 14.5.2010 19:02 Jón Ásgeir segist ætla að skila stuttum eignalista Lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vinna að því að útbúa lista yfir eignir hans sem honum ber að skila á morgun. Hann segir listann ekki langan en honum verði skilað áður en að fresturinn rennur út. 14.5.2010 18:49 Ráðuneytafrumvarp ekki lagt fram á vorþingi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur ólíklegt að frumvarp um fækkun og sameiningu ráðuneyta verði lagt fram á yfirstandandi vorþingi. Ríkisstjórnin megi þó ekki hlífa sjálfri sér við að ná fram hagræðingu. 14.5.2010 18:47 Reikna með millilandaflugi í fyrramálið Ekkert hefur verið flogið frá Keflavíkurflugvelli í dag en flugvellinum var lokað í nótt vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli. 14.5.2010 18:41 Magnús Guðmundsson segist saklaus Magnús Guðmundsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í viku og hefur nú verið úrskurðaður í farbann, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að sakleysi hans verði sannað að lokum. 14.5.2010 18:32 Bókari dæmdur til þess að greiða 28 milljónir til baka Fyrrverandi bókari og gjaldkeri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða til baka 28 milljónir til Búseta sem hann dró að sér. Bókarinn, sem heitir Jón Jóhannesson, starfaði í 16 ár hjá félaginu áður en upp komst um fjárdráttinn. 14.5.2010 17:56 Misþyrmdu fjölskyldu fyrir framan sex vikna barn Hæstiréttur staðfestir dóm yfir tveimur hrottum sem gengu í skrokk á 64 ára gömlum manni, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí síðastliðinn. Mennirnir þurfa því að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 8. júní hið minnsta. 14.5.2010 17:12 Umbótanefnd Samfylkingarinnar tekur til starfa Umbótanefnd Samfylkingarinnar sem ákveðið var á flokksstjórnarfundi 17. apríl sl. að stofna til er nú fullskipuð. Hún hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. 14.5.2010 16:56 Ölvaður á ofsahraða Karl um þrítugt var stöðvaður í akstri á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka síðdegis í gær. Bíll hans mældist á 147 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður. 14.5.2010 16:52 Meintur svikahrappur áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum. 14.5.2010 16:47 Öskufall í Vestmannaeyjum, „Þetta er ógeðslegt" Öskufall úr gosinu í Eyjafjallajökli hefur nú náð til Vestmannaeyja og angrar íbúa þar. Óskar Friðriksson ljósmyndari Fréttablaðsins segir að..."þetta sé ógeðslegt". Askan sé fín, ólíkt gjallinu í gosinu í Eyjum 1973, og klínist við föt og í hár fólks. 14.5.2010 15:20 Mikill samdráttur í verslun Óvenjumikill samdráttur varð í veltu dagvöruverslunar í síðasta mánuði. Sala á áfengi dróst saman um þriðjung milli ára og sala á raftækjum um rúmlega 13 prósent. Skattahækkanir og ríkjandi óvissa um þróun efnhagsmála hefur breytt neyslumynstri almennings segja verslunarmenn. 14.5.2010 19:14 Ferðamenn skoða foss með rykgrímur Erlendir ferðamenn þurftu að bera rykgrímur þegar þeir skoðuðu Seljalandsfoss í dag, svo mikil var gosaskan. Þeir upplifðu þetta þó engu að síður sem mikið ævintýri. 14.5.2010 19:13 Magnúsi sleppt - tveggja vikna farbann Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg er laus úr gæsluvarðhaldi og hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna farbann þess í stað. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað þetta nú fyrir stundu en gæsluvarðhald yfir Magnúsi rann út í dag. 14.5.2010 15:03 Viðbúnaður vegna elds í togara Mikill viðbúnaður var eftir hádegið í dag þegar tilkynnt var um eld í vélarrúmi togara sem staddur var um 40 mílur fyrir utan Skagatá. 14.5.2010 14:46 Tólf mánuðir fyrir að hafa mök við 14 ára stúlku Tvítugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa samfarir við 14 ára gamla stúlku. Atvikið gerðist í sumarbústað árið 2008, þegar maðurinn var 18 ára gamall. 14.5.2010 13:40 Stjórnvöld hvött til að stöðva fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar Fjölmörg samtök í sjávarútvegi, landbúnaði, lax-og silungveiði hafa sent forsætisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna fyrirhugaðra stjórnkerfisbreytinga og áhrifum þeirra á verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. 14.5.2010 13:12 Evrópumálin grundvöllur endurreisnarinnar „Ég dreg enga dul á að ég lít á Evrópumálin sem grundvöll í endurreisn Íslands. Það hefur aldrei verið ríkari ástæða en einmitt nú til að láta reyna á hvað falist getur í aðildarsamningi," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál á Alþingi í dag. 14.5.2010 13:01 Dómsgerðirnar sendar til Ríkissaksóknara Dómsgerðir í máli tveggja ofbeldismanna voru sendar Ríkissaksóknara á miðvikudagsmorgun. Tafir hafa orðið þess valdandi að mál þeirra hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna annars ofbeldisbrots. 14.5.2010 12:28 Dýralæknar fylgjast með lambadauða Farið er að bera á lambadauða í fjárhúsum á öskufallssvæðunum og fylgjast dýralæknar grannt með framvindu mála. Ekkert bendir til að flúoreitrun sé ástæða lambadauðans, heldur sé miklum og vaxandi þrengslum í fjárhúsum um að kenna, því ekki er hægt að hleypa ám og lömbum út úr húsunum, eins og venja er. 14.5.2010 12:26 Ákvörðun tekin innan skamms Tekin verður ákvörðun fyrir klukkan fjögur í dag hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Hann hefur ásamt öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings verið yfirheyrður í morgun. 14.5.2010 11:56 Eyjafjallajökull: Askan komin til Reykjavíkur Aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli er farin að falla á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Verðurstofunni í Öskjuhlíð. Þá hefur ösku víðar orðið vart, þar sem hún hefur ekki fallið áður. Íbúar á Hvolsvelli vöknuðu upp við svarta rigningu í morgun. 14.5.2010 11:54 Tólf þotur fastar á Keflavíkurflugvelli Icelandair hefur fellt niður allt flug síðdegis í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar, en ekkert var flogið í morgun vegna þess að vellinum var lokað í nótt. Ekkert innanlandsflug er heldur um Reykjavíkurflugvöll og tólf farþegaþotur eru innilokaðar á Keflavíkurflugvelli. 14.5.2010 11:47 Eyjafjallajökull: Mýrdælingar óska eftir sjálfboðaliðum Síðustu daga hafa Mýrdælingar fengið að kenna á öskufalli frá Eyjafjallajökli og er ástandið víða orðið nokkuð þrúgandi, sérstaklega meðal bænda og ferðaþjónustuaðila. Nú auglýsa heimamenn eftir sjálfboðaliðum til þess að aðstoða við hreinsun. 14.5.2010 10:49 Öllum ferðum Icelandair aflýst í dag Icelandair hefur fellt niður allt flug félagsins síðdegis í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar sem orsakast af öskufalli úr gosinu í Eyjafjallajökli. 14.5.2010 10:45 Alþingi getur ekki stöðvað ákæru gegn nímenningunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingályktunartillaga þingmanns VG um að fallið verði frá ákæru gegn mótmælendum sem ruddust inn í Alþingi í Búsáhaldabyltingunni sé ótæk. „Við eigum ekki að vera að skipa dómstólum fyrir,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 14.5.2010 10:40 Öskurigning á Hvolsvelli - myndskeið Lögreglan á Hvolsvelli sendi fréttastofu þetta myndband sem sýnir öskurigninguna sem gengið hefur yfir bæinn frá því í nótt. Í myndskeiðinu sést þegar lögreglumaður fer með hvítt pappírsblað út undir bert loft og áður en langt um líður er örkin orðin kolsvört af ösku. 14.5.2010 10:30 Elti Hrafnhildi til Noregs þrátt fyrir þungan fangelsisdóm Eftir að Bjarki Már Magnússon, sem beitti sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi um nokkurra ára skeið, áfrýjaði þungum fangelsisdómi til Hæstaréttar elti hana konuna til Noregs og áreitti hana. Allan tímann sem Bjarki dvaldi í landinu vaktaði norska lögreglan heimili konunnar sem heitir Hrafnhildur Stefánsdóttir. Rætt er við hana í DV í dag. 14.5.2010 10:01 Öskufall á Hvolsvelli og Selfossi - myndir Öskufallið frá Eyjafjallajökli berst nú í vesturátt og var aska tekin að falla á Hvolsvelli á sjötta tímanum í morgun og um sjöleitið hófst öskufall á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er ekki útilokað að lítilsháttar öskufall geti orðið á höfuðborgarsvæðinu síðar í dag. 14.5.2010 07:59 Strandaglópar á Keflavíkurflugvelli Fleiri hundruð manns eru nú strandaglópar á Keflavíkurflugvelli eftir að vellinum var óvænt lokað í nótt vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Reykjavíkurflugvelli var lokað um leið. 14.5.2010 07:15 Sjá næstu 50 fréttir
Samfylkingin hefur skipað umbótanefnd Samfylkingin hefur skipað umbótanefnd sem hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu og ábyrgð flokksins í aðdraganda bankahrunsins. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um umbætur á flokksstarfi og skipulagi næsta haust. 15.5.2010 12:03
Verslunarmenn í Reykjavík óttast minni ferðamannaverslun Verslunarmenn í miðborg Reykjavíkur óttast að ferðamannaverslun í sumar verði mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Framkvæmastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að menn séu uggandi enda sé miðborg Reykjavíkur um þessar mundir eins og dauðs manns gröf. 15.5.2010 11:57
Dimmt öskumistur yfir Vestmannaeyjum Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli sást vel frá Vestmannaeyjum í gær. Að sögn Gísla Óskarssonar fréttaritara í Vestmannaeyjum virtist sem öskuskýið breiddi úr sér eins og sveppahattur út frá stróknum. Nokkur aska féll í nótt eins og sjá mátti á þeim stöðum sem höfðu verið hreinsaðir af ösku sem féll gær. 15.5.2010 11:39
Ræningjar ógnuðu leigubílstjóra með hnífi Tveir karlmenn ógnuðu leigubílstjóra í Engjaseli í Breiðholti um þrjúleytið í nótt. Leigubílstjórinn hafði brugðið sér um stund út úr bílnum þegar mennirnir veittust að honum með hnífi og ógnuðu honum. Þeir hrifsuðu af 15.5.2010 09:19
Efnahagskreppan aðalviðfangsefni Rauða krossins í dag Efnahagskreppan og áhrif hennar á starf Rauða krossins í íslensku samfélagi er meginviðfangsefni aðalfundar Rauða kross Íslands sem haldinn er í dag. Hátt á annað hundrað fulltrúar frá 46 deildum sækja aðalfundinn. 15.5.2010 09:04
Kominn með nokkrar hænur landbúnaður Júlíus Már Baldursson, landnámshænsnabóndi á Tjörn í Vatnsnesi, hefur tekið fyrstu skrefin í að byggja upp stofninn sem hann glataði þegar á þriðja hundrað landnámshænsn drapst í eldsvoða 30. mars síðastliðinn. Tíu hanar komust af og nú hefur Júlíus bætt nokkrum pútum við. 15.5.2010 09:00
Upplýsingum haldið frá stjórn í rúmt ár Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. 15.5.2010 08:30
Gögn um aðildarviðræður opinberuð Össur Skarphéðinsson hyggst opna gagnvirka heimasíðu til þess að Íslendingar geti komið skoðunum á framfæri við samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. 15.5.2010 08:00
Flestir vilja bíða niðurstöðu dóms Þingmenn tókust á um það í gær hvort tillaga Björns Vals Gíslasonar væri tæk til þinglegrar meðferðar. Hún kveður á um að skrifstofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru á hendur níu mótmælendum sem sakaðir eru um að hafa ráðist á Alþingi. 15.5.2010 07:00
Aukin ábyrgð og stærri og færri ráðuneyti Starfshópur forsætisráðuneytisins leggur til umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni og stjórnarskránni í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Áhersla er lögð á færri og stærri ráðuneyti, söfnun upplýsinga og að ráðherrar beri aukna ábyrgð. 15.5.2010 06:00
Dagvara hækkaði um 9% á einu ári Velta í dagvöruverslun dróst saman um 11,7 prósent á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nemur 3,5 prósentum á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hækkaði um 9,3 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum. 15.5.2010 05:00
Listabókstaf vantaði í klefann kosningar Kjósandi í Kópavogi sem hugðist greiða Næstbesta flokknum atkvæði furðaði sig á því að aðeins voru stimplar með listabókstöfum fjórflokkanna í kjörklefa Sýslumannsins í Kópavogi. Þurfti hann að spyrjast fyrir hverju þetta sætti. Sjö flokkar bjóða fram í kosningunum 29. maí. 15.5.2010 04:00
Skilaði áburðinum og sendir féð í sláturhús „Ég var að skila áburðinum. Við erum að huga að því að koma kindunum í burtu og svo því hvað við eigum að gera við nautgripina.“ 15.5.2010 03:00
Öskuhjól á Hvolsvelli Fjölskylda Björns Á. Guðlaugssonar á Hvolsvelli tóku þessa skemmtilegu mynd í dag en öskufallið er búið að vera svo mikið í kringum eldstöðvar Eyjafjallajökuls að íbúar í nágrenninu hafa varla getað farið út. 14.5.2010 22:59
EVE online þriðji besti tölvuleikur allra tíma Lesendur tímaritsins PC Gamer, hafa kosið íslenska tölvuleikinn EVE online þriðja besta tölvuleik veraldar. Eins og kunnugt er þá er leikurinn byggður á íslensku hugviti. 14.5.2010 19:47
Mesta öskufallið til þessa í bæjarfélögum Suðurlands Öskufall í bæjarfélögum Suðurlands í dag var það mesta til þessa frá því toppgígur Eyjafjallajökuls hóf að gjósa fyrir sléttum mánuði. Á Hvolsvelli sjá íbúar fram á margra daga hreinsunarstarf og undir Eyjafjöllum eru bændur fyrir löngu búnir að fá meira en nóg. 14.5.2010 19:02
Jón Ásgeir segist ætla að skila stuttum eignalista Lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vinna að því að útbúa lista yfir eignir hans sem honum ber að skila á morgun. Hann segir listann ekki langan en honum verði skilað áður en að fresturinn rennur út. 14.5.2010 18:49
Ráðuneytafrumvarp ekki lagt fram á vorþingi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur ólíklegt að frumvarp um fækkun og sameiningu ráðuneyta verði lagt fram á yfirstandandi vorþingi. Ríkisstjórnin megi þó ekki hlífa sjálfri sér við að ná fram hagræðingu. 14.5.2010 18:47
Reikna með millilandaflugi í fyrramálið Ekkert hefur verið flogið frá Keflavíkurflugvelli í dag en flugvellinum var lokað í nótt vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli. 14.5.2010 18:41
Magnús Guðmundsson segist saklaus Magnús Guðmundsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í viku og hefur nú verið úrskurðaður í farbann, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að sakleysi hans verði sannað að lokum. 14.5.2010 18:32
Bókari dæmdur til þess að greiða 28 milljónir til baka Fyrrverandi bókari og gjaldkeri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða til baka 28 milljónir til Búseta sem hann dró að sér. Bókarinn, sem heitir Jón Jóhannesson, starfaði í 16 ár hjá félaginu áður en upp komst um fjárdráttinn. 14.5.2010 17:56
Misþyrmdu fjölskyldu fyrir framan sex vikna barn Hæstiréttur staðfestir dóm yfir tveimur hrottum sem gengu í skrokk á 64 ára gömlum manni, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí síðastliðinn. Mennirnir þurfa því að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 8. júní hið minnsta. 14.5.2010 17:12
Umbótanefnd Samfylkingarinnar tekur til starfa Umbótanefnd Samfylkingarinnar sem ákveðið var á flokksstjórnarfundi 17. apríl sl. að stofna til er nú fullskipuð. Hún hefur það verkefni að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. 14.5.2010 16:56
Ölvaður á ofsahraða Karl um þrítugt var stöðvaður í akstri á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka síðdegis í gær. Bíll hans mældist á 147 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður. 14.5.2010 16:52
Meintur svikahrappur áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum. 14.5.2010 16:47
Öskufall í Vestmannaeyjum, „Þetta er ógeðslegt" Öskufall úr gosinu í Eyjafjallajökli hefur nú náð til Vestmannaeyja og angrar íbúa þar. Óskar Friðriksson ljósmyndari Fréttablaðsins segir að..."þetta sé ógeðslegt". Askan sé fín, ólíkt gjallinu í gosinu í Eyjum 1973, og klínist við föt og í hár fólks. 14.5.2010 15:20
Mikill samdráttur í verslun Óvenjumikill samdráttur varð í veltu dagvöruverslunar í síðasta mánuði. Sala á áfengi dróst saman um þriðjung milli ára og sala á raftækjum um rúmlega 13 prósent. Skattahækkanir og ríkjandi óvissa um þróun efnhagsmála hefur breytt neyslumynstri almennings segja verslunarmenn. 14.5.2010 19:14
Ferðamenn skoða foss með rykgrímur Erlendir ferðamenn þurftu að bera rykgrímur þegar þeir skoðuðu Seljalandsfoss í dag, svo mikil var gosaskan. Þeir upplifðu þetta þó engu að síður sem mikið ævintýri. 14.5.2010 19:13
Magnúsi sleppt - tveggja vikna farbann Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg er laus úr gæsluvarðhaldi og hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna farbann þess í stað. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað þetta nú fyrir stundu en gæsluvarðhald yfir Magnúsi rann út í dag. 14.5.2010 15:03
Viðbúnaður vegna elds í togara Mikill viðbúnaður var eftir hádegið í dag þegar tilkynnt var um eld í vélarrúmi togara sem staddur var um 40 mílur fyrir utan Skagatá. 14.5.2010 14:46
Tólf mánuðir fyrir að hafa mök við 14 ára stúlku Tvítugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa samfarir við 14 ára gamla stúlku. Atvikið gerðist í sumarbústað árið 2008, þegar maðurinn var 18 ára gamall. 14.5.2010 13:40
Stjórnvöld hvött til að stöðva fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar Fjölmörg samtök í sjávarútvegi, landbúnaði, lax-og silungveiði hafa sent forsætisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna fyrirhugaðra stjórnkerfisbreytinga og áhrifum þeirra á verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. 14.5.2010 13:12
Evrópumálin grundvöllur endurreisnarinnar „Ég dreg enga dul á að ég lít á Evrópumálin sem grundvöll í endurreisn Íslands. Það hefur aldrei verið ríkari ástæða en einmitt nú til að láta reyna á hvað falist getur í aðildarsamningi," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál á Alþingi í dag. 14.5.2010 13:01
Dómsgerðirnar sendar til Ríkissaksóknara Dómsgerðir í máli tveggja ofbeldismanna voru sendar Ríkissaksóknara á miðvikudagsmorgun. Tafir hafa orðið þess valdandi að mál þeirra hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna annars ofbeldisbrots. 14.5.2010 12:28
Dýralæknar fylgjast með lambadauða Farið er að bera á lambadauða í fjárhúsum á öskufallssvæðunum og fylgjast dýralæknar grannt með framvindu mála. Ekkert bendir til að flúoreitrun sé ástæða lambadauðans, heldur sé miklum og vaxandi þrengslum í fjárhúsum um að kenna, því ekki er hægt að hleypa ám og lömbum út úr húsunum, eins og venja er. 14.5.2010 12:26
Ákvörðun tekin innan skamms Tekin verður ákvörðun fyrir klukkan fjögur í dag hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Hann hefur ásamt öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings verið yfirheyrður í morgun. 14.5.2010 11:56
Eyjafjallajökull: Askan komin til Reykjavíkur Aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli er farin að falla á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Verðurstofunni í Öskjuhlíð. Þá hefur ösku víðar orðið vart, þar sem hún hefur ekki fallið áður. Íbúar á Hvolsvelli vöknuðu upp við svarta rigningu í morgun. 14.5.2010 11:54
Tólf þotur fastar á Keflavíkurflugvelli Icelandair hefur fellt niður allt flug síðdegis í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar, en ekkert var flogið í morgun vegna þess að vellinum var lokað í nótt. Ekkert innanlandsflug er heldur um Reykjavíkurflugvöll og tólf farþegaþotur eru innilokaðar á Keflavíkurflugvelli. 14.5.2010 11:47
Eyjafjallajökull: Mýrdælingar óska eftir sjálfboðaliðum Síðustu daga hafa Mýrdælingar fengið að kenna á öskufalli frá Eyjafjallajökli og er ástandið víða orðið nokkuð þrúgandi, sérstaklega meðal bænda og ferðaþjónustuaðila. Nú auglýsa heimamenn eftir sjálfboðaliðum til þess að aðstoða við hreinsun. 14.5.2010 10:49
Öllum ferðum Icelandair aflýst í dag Icelandair hefur fellt niður allt flug félagsins síðdegis í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar sem orsakast af öskufalli úr gosinu í Eyjafjallajökli. 14.5.2010 10:45
Alþingi getur ekki stöðvað ákæru gegn nímenningunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingályktunartillaga þingmanns VG um að fallið verði frá ákæru gegn mótmælendum sem ruddust inn í Alþingi í Búsáhaldabyltingunni sé ótæk. „Við eigum ekki að vera að skipa dómstólum fyrir,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 14.5.2010 10:40
Öskurigning á Hvolsvelli - myndskeið Lögreglan á Hvolsvelli sendi fréttastofu þetta myndband sem sýnir öskurigninguna sem gengið hefur yfir bæinn frá því í nótt. Í myndskeiðinu sést þegar lögreglumaður fer með hvítt pappírsblað út undir bert loft og áður en langt um líður er örkin orðin kolsvört af ösku. 14.5.2010 10:30
Elti Hrafnhildi til Noregs þrátt fyrir þungan fangelsisdóm Eftir að Bjarki Már Magnússon, sem beitti sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi um nokkurra ára skeið, áfrýjaði þungum fangelsisdómi til Hæstaréttar elti hana konuna til Noregs og áreitti hana. Allan tímann sem Bjarki dvaldi í landinu vaktaði norska lögreglan heimili konunnar sem heitir Hrafnhildur Stefánsdóttir. Rætt er við hana í DV í dag. 14.5.2010 10:01
Öskufall á Hvolsvelli og Selfossi - myndir Öskufallið frá Eyjafjallajökli berst nú í vesturátt og var aska tekin að falla á Hvolsvelli á sjötta tímanum í morgun og um sjöleitið hófst öskufall á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er ekki útilokað að lítilsháttar öskufall geti orðið á höfuðborgarsvæðinu síðar í dag. 14.5.2010 07:59
Strandaglópar á Keflavíkurflugvelli Fleiri hundruð manns eru nú strandaglópar á Keflavíkurflugvelli eftir að vellinum var óvænt lokað í nótt vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Reykjavíkurflugvelli var lokað um leið. 14.5.2010 07:15