Innlent

Kaupþingsrannsókn í eðlilegu ferli

Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings.

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, segir mál Kaupþingsmanna í sama ferli og áður. Hann vill ekki tjá sig um hvort yfirheyrslum hafi verið fram haldið í morgun en segir að rannsókn haldi áfram.

Einnig segist hann ekkert tjá sig um hvort til standi að yfirheyra Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann bankans úti í London en Sigurður hefur ekki orðið við beiðni um að koma til landsins til yfirheyrslu.

Lögmenn hans hafa neitað því en boðið sérstökum saksóknara að ræða við Sigurð í London.

Þeir Steingrímur P. Kárason yfirmaður áhættustýringar og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg sæta nú báðir farbanni en þeir Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×