Innlent

Æfa forgangsakstur

Næstu daga geta ökumenn átt von á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgarsvæðinu.
Næstu daga geta ökumenn átt von á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregluskólinn er þessa dagana með sérstakt námskeið þar sem verið er að þjálfa forgangsakstur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Næstu daga geta ökumenn átt von á aukinni umferð lögreglubíla í forgangsakstri á höfuðborgarsvæðinu og því telur Umferðarstofa rétt að nota tækifærið og hvetja ökumenn til að aka ekki á vinstri akrein að óþörfu þar sem fleiri en ein akrein er í sömu átt. Lögregla, sjúkraflutningamenn og slökkvilið þurfi að geta treyst á að vinstri akreinin sé eins greið og mögulegt er því hana eigi að nota til að fara fram úr annarri umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×