Innlent

Icelandair fellir niður flug

Flug var með eðlilegum hætti í morgun en töluverð röskun verður á flugi Icelandair það sem eftir er dags.
Flug var með eðlilegum hætti í morgun en töluverð röskun verður á flugi Icelandair það sem eftir er dags. Mynd/Teitur Jónasson
Töluverð röskun verður á flugi Icelandair í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar, en flug var með eðlilegum hætti í morgun. Félagið hefur fellt niður flug til Kaupmannahafnar, London, New York, Boston og Seattle síðdegis.

Jafnframt hefur verið fellt niður flug frá Kaupmannahöfn, London, Manchester/Glasgow, Osló, Stokkhólmi, Helsinki, Frankfurt, París, Amsterdam síðdegis í dag, og flug frá New York, Boston og Seattle í kvöld.

Sett hafa verið upp ný flug, frá Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Helsinki, London og Manchester/Glasgow í nótt og er gert ráð fyrir komu þeirra til Keflavíkurflugvallar þegar hann opnar um klukkan sex í fyrramálið.

„Í dag erum við ekki aðeins að glíma við lokun Keflavíkurflugvallar, heldur einnig takmarkaða umferð um flugvelli á Bretlandseyjum og víðar. Ekki er unnt að fljúga í nótt frá Amsterdam, París og Frankfurt vegna næturlokana á flugvöllunum, en reynum að halda flugstarfseminni gangandi eins og unnt er við þessar erfiðu aðstæður", segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í tilkynningu.

Farþegar hvattir til þess að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum, og upplýsingum um komu- og brottfarartíma á www.icelandair.is og vefmiðlum.




Tengdar fréttir

Innanlandsflugi aflýst fram eftir degi

Bæði Icelandair og Iceland Express flýttu brottförum margra Evrópuvéla í morgun vegna óvissu um flugskilyrði hér og þar yfir meginlandinu. Sumir flugvellir í Bretlandi, Skotlandi, Írlandi og í Hollandi voru lokaðir í morgun, en búið er að opna einhverja þeirra. Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu innanlandsflugi fram eftir degi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×