Innlent

Slapp án alvarlegra áverka eftir fall í Esjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmaður kom manninum til bjargar. Mynd/ Björn Björnsson.
Sigmaður kom manninum til bjargar. Mynd/ Björn Björnsson.
Karlmaðurinn sem féll sex metra niður Heljaregg í Esjunni laust fyrir klukkan þrjú í dag slapp án alvarlegra áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild.

Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild eftir að sigmaður hafði sigið niður úr þyrlunni og komið honum í þyrluna. Hann hafði verið við klettaklifur ásamt tveimur félögum sínum þegar að hann féll.

Maðurinn mun vera undir eftirliti á spítala í nótt.


Tengdar fréttir

Aðstoða mann sem datt í Esjunni

Björgunarsveitamenn, sjúkraflutningamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar eru að gera sig reiðubúna til þess að hjálpa manni sem virðist hafa dottið í Esjunni. Maðurinn var í göngu með tveimur öðrum þegar að hann datt. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málið enn sem komið er.

Sóttur af þyrlu eftir fall í Esjunni

Karlmaðurinn sem datt í vesturhluta Esjunnar laust fyrir klukkan þrjú í dag var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur með henni á slysadeild. Maðurinn var á stað sem vinsæll er til klettaklifurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×