Ögmundur: Hrikaleg tíðindi 17. maí 2010 12:23 „Þessir erlendu aðilar eru hvorki Rauði krossinn né Hjálpræðisherinn,“ segir Ögmundur sem er óánægður með samkomulag Magma og GGE um kaupin á hlutabréfum í HS Orku. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir samkomulag Magma Energy og Geysir Green Energy um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS-Orku vera hrikaleg tíðindi. Alþingi og ríkisstjórnin verði að grípa í taumana. Kaupverðið er 16 milljarðar króna og verður það greitt með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Með Kaupunum verður Magma langstærsti hlutahafi í HS Orku með yfir 98% hlut. Fram kemur í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í morgun að íslenska ríkið muni eiga forkaupsrétt að eignarhlut Magma Energy í HS Orku kjósi Magma að selja sinn hlut. Ögmundur segir þetta vera hrikaleg tíðindi. „Mér finnst þetta hrikalegt. Það er náttúrlega seint í rassinn gripið að ætla að gera eitthvað í málinu núna en ég vill engu að síður að það verði skoðað. Við munum fara yfir málið á þingflokksfundi sem hefst klukkan hálf tvö og sjá hvað hægt er að gera í stöðunni. Það er greinilegt að þeir sem véla með þetta á markaði eru gersneyddir öllu sem að heitir ábyrgðarkennd gagnvart sínu samfélagi. Þá er það náttúrulega stjórnvalda, löggjafans og ríkisstjórnar, að grípa í taumanna. Ef að það er ekki gert og ef að við stöndum ekki vörð um auðlindar okkar betur en þetta þá eru við hreinlega að falla á prófinu." Verðmæt auðlind sem á að vera í samfélagseigu Ögmundur segir að skoða verði hvernig ríkisstjórnin og Alþingi geti gripið í taumana. Hann bendir á að Vinstri grænir í Reykjanesbæ íhugi að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er ein leið en síðan vil ég að farið verði rækilega yfir þetta í dag og að allir kostir í stöðunni verði skoðaðir." Þá segir Ögmundur að erlendir aðilar eigi ekki að eignast orkufyrirtæki hér á landi. „Vegna þess að þetta er verðmæt auðlind sem á að vera í eigu samfélagsins. Þessir erlendu aðilar eru hvorki Rauði krossinn né Hjálpræðisherinn. Þetta eru fjárfestar sem ætla að hafa hagnað af fjárfestingu sinni." Tengdar fréttir Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. 17. maí 2010 06:30 Magma Energy eignast 98,5% hlut í HS Orku Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins með 98,5% hlut. 17. maí 2010 10:36 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir samkomulag Magma Energy og Geysir Green Energy um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS-Orku vera hrikaleg tíðindi. Alþingi og ríkisstjórnin verði að grípa í taumana. Kaupverðið er 16 milljarðar króna og verður það greitt með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Með Kaupunum verður Magma langstærsti hlutahafi í HS Orku með yfir 98% hlut. Fram kemur í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í morgun að íslenska ríkið muni eiga forkaupsrétt að eignarhlut Magma Energy í HS Orku kjósi Magma að selja sinn hlut. Ögmundur segir þetta vera hrikaleg tíðindi. „Mér finnst þetta hrikalegt. Það er náttúrlega seint í rassinn gripið að ætla að gera eitthvað í málinu núna en ég vill engu að síður að það verði skoðað. Við munum fara yfir málið á þingflokksfundi sem hefst klukkan hálf tvö og sjá hvað hægt er að gera í stöðunni. Það er greinilegt að þeir sem véla með þetta á markaði eru gersneyddir öllu sem að heitir ábyrgðarkennd gagnvart sínu samfélagi. Þá er það náttúrulega stjórnvalda, löggjafans og ríkisstjórnar, að grípa í taumanna. Ef að það er ekki gert og ef að við stöndum ekki vörð um auðlindar okkar betur en þetta þá eru við hreinlega að falla á prófinu." Verðmæt auðlind sem á að vera í samfélagseigu Ögmundur segir að skoða verði hvernig ríkisstjórnin og Alþingi geti gripið í taumana. Hann bendir á að Vinstri grænir í Reykjanesbæ íhugi að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er ein leið en síðan vil ég að farið verði rækilega yfir þetta í dag og að allir kostir í stöðunni verði skoðaðir." Þá segir Ögmundur að erlendir aðilar eigi ekki að eignast orkufyrirtæki hér á landi. „Vegna þess að þetta er verðmæt auðlind sem á að vera í eigu samfélagsins. Þessir erlendu aðilar eru hvorki Rauði krossinn né Hjálpræðisherinn. Þetta eru fjárfestar sem ætla að hafa hagnað af fjárfestingu sinni."
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. 17. maí 2010 06:30 Magma Energy eignast 98,5% hlut í HS Orku Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins með 98,5% hlut. 17. maí 2010 10:36 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. 17. maí 2010 06:30
Magma Energy eignast 98,5% hlut í HS Orku Dótturfyrirtæki kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy og Geysir Green Energy hafa náð samkomulagi um að Magma kaupi öll hlutabréf Geysis í HS Orku og verður Magma þar með aðaleigandi félagsins með 98,5% hlut. 17. maí 2010 10:36