Innlent

Þyrlan gat ekki sótt slasaða

Bílslys varð á Laxardalsheiði fyrir hádegið þegar bifreið fór út af veginum og valt. Karl og kona voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með sjúkrabílum. Óskað var eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti fólkið en öskufall úr Eyjafjallajökli kom í veg fyrir það.

Fólkið var ekki talið í lífshættu og því var ákveðið að fara landleiðina. Askan úr eldgosinu getur skemmt vélbúnað í þyrlum Gæslunnar og því verða þær ekki notaðar í ástandi sem nú er nema ítrustu nauðsyn beri til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×