Innlent

Samiðn vill aðgerðir til að styrkja Íbúðalánasjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnbjörn Hermannsson er formaður Samiðnar. Mynd/ Hörður.
Finnbjörn Hermannsson er formaður Samiðnar. Mynd/ Hörður.
Samiðn, Samband iðnfélaga, krefst þess að Íbúðalánasjóður verði styrktur til að koma þeim eignum sem sýnt er að ekki seljast næstu árin í sérstakt eignarhaldsfélag. Þannig verði komið í veg fyrir að þau íþyngi rekstri íbúðalánasjóðs og hafi áhrif á útlánavexti sjóðsins. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins sem samþykkt var á ársþingi þess sem lauk í dag.

Samiðn krefst þess jafnframt að staðið verði við fyrirheit sem gefin voru í stöðugleikasáttmálanum um öflugt átak til að örva atvinnusköpun og fjölga atvinnutækifærum. Með öflugu átaki í uppbyggingu í orku og stóriðju skapast forsendur fyrir viðsnúningi í íslensku efnahagslífi og hagvexti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×