Innlent

Kallar eftir hagræðingu í háskólanámi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson segir nauðsynlegt að hagræða í háskólanámi. Mynd/ GVA.
Guðbjartur Hannesson segir nauðsynlegt að hagræða í háskólanámi. Mynd/ GVA.
Engir þættir í þjónustu hins opinbera munu verða ósnertir í niðurskurði fjárlaga á næsta ári, segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Guðbjartur sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ríkissjóður hafi tapað um 30-40% af tekjum sínum við bankahrunið. Við þessu þurfi að bregðast. Aðallega hafi verið horft til tekjuhliðarinnar fyrir fjárlög þessa árs. Fyrir fjárlög næsta árs verði horft á útgjaldahliðina.

Guðbjartur lagði mikla áherslu á að hagrætt yrði í menntakerfinu. Hann nefndi sem dæmi að ekki væri sjálfgefið að hægt væri að halda úti laganámi í fimm háskólum á landinu eins og verið hefur undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×