Innlent

Brýnt að vinna gegn áhrifum atvinnuleysis

Skýrsla um áhrif kreppunnar, sem unnin var fyrir Rauða kross Íslands, var kynnt á málþingi Rauða krossins.
Fréttablaðið/stefán
Skýrsla um áhrif kreppunnar, sem unnin var fyrir Rauða kross Íslands, var kynnt á málþingi Rauða krossins. Fréttablaðið/stefán

Brýnt er að efla atvinnulífið og vinna gegn íþyngjandi áhrifum atvinnuleysis til að draga úr áhrifum kreppunnar á þá hópa sem verst verða úti. Þetta er niðurstaða skýrslu Rauða kross Íslands sem kom út á föstudag.

Í skýrslunni var leitast við að svara þeirri spurningu hvar þrengir að í kreppunni. Skýrsluhöfundar telja ungt fólk og börn verða verst úti.

Fimm hópar verða verst úti í kreppunni, samkvæmt skýrslunni. Það eru atvinnulausir, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar, innlytjendur, öryrkjar, sem og börn og ungt fólk sem skortir tækifæri.

Ástæða er til að óttast að heil kynslóð ungs fólks festist í langtímaatvinnuleysi og týnist í fátækt, að mati skýrsluhöfunda.

Fátækt kemur öðruvísi við börn en fullorðið fólk og því eru börn sérlega berskjölduð í kreppunni. Fram kemur í skýrslunni að miklu skipti hversu lengi kreppan vari. Langvarandi fátækt getur haft áhrif á börn langt fram á fullorðinsár. Það getur til dæmis gerst þegar fátækt dregur úr þátttöku í tómstundastarfi, að því er fram kemur í skýrslu Rauða krossins. Það geti leitt til einangrunar, og valdið því að börnin verði utanveltu í samfélaginu.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×