Innlent

Íslandshreyfingin ítrekar andstöðu við afsal auðlinda

Stjórn Íslandshreyfingarinnar, sem nú er félag innan Samfylkingarinnar, ítrekar harða andstöðu sína gegn afsali auðlinda þjóðarinnar til erlendra auðfélaga. Í tilkynningu er minnt á að hreyfingin varð fyrst framboða fyrir kosningarnar 2007 til að „vekja athygli á því í hvað stefndi ef ekki yrði strax spyrnt við fótum í sölu orkulindanna, sem þá var að hefjast."

„Það var lítið hlustað á þetta en nú hefur komið í ljós að því miður áttu aðvörunarorðin fyrir þremur árum við rök að styðjast," segir ennfremur, en nú lítur út fyrir að Magma Energy eignist nær allt hlutafé í HS Orku.

Stjórn Íslandshreyfingarinnar krefst þess að þing og ríkisstjórn geri þegar í stað ráðstafanir til þess að stöðva það sem Íslandshreyfingin kallar óheillaþróun. „Til lítils var barist fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og háð þrjú þorskastríð til þess að tryggja eign hennar á auðlindum til lands og sjávar ef þessi óheillaþróun verður látin halda áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×