Innlent

Sóttur af þyrlu eftir fall í Esjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaðurinn sem datt í vesturhluta Esjunnar laust fyrir klukkan þrjú í dag var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur með henni á slysadeild.

Maðurinn var við Heljaregg, á stað sem vinsæll er til klettaklifurs, og er talið að hann hafi fallið að minnsta kosti sex metra. Ekki var unnt að fara með börur að manninum. Því var brugðið á það ráð að láta sigmann úr þyrlu Gæslunnar síga niður til hans með lykkju. Þyrlan lenti svo við Landspítalann um 25 mínútur í fjögur.

Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitamenn voru einnig kallaðir út en þyrlan hafði þegar sótt manninn áður en þeir komust upp í hlíðar fjallsins.

Frá slysadeild fengust þær upplýsingar að líðan mannsins væri stöðug en hann er enn í rannsóknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×