Fleiri fréttir

Ævilíkur um 2 árum meiri hjá Íslendingum

Ævilíkur á Íslandi eru um það bil tveimur árum meiri en í öðrum ríkjum OECD að meðaltali. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birtir á vefsíðu sinni. Þar kemur fram að lífslíkur við fæðingu voru 79,1 ár að meðaltali í ríkjum OECD árið 2007 og höfðu aukist um rúm tíu ár frá árinu 1960. Árið 2007 voru ævilíkur á Íslandi 81,2 ár. Þetta þýðir að lífslíkur Íslendinga eða fimmtu hæstu meðal ríkja OECD.

Rændu leikjatölvum í Skífunni

Brotist var inn í verslun Skífunnar á Laugarveginum um klukkan þrjú í nótt. Þjófarnir fóru inn um aðaldyr verslunarinnar og sást til þeirra þar sem þeir hlupu út með poka sem fullur var af munum úr versluninni. Talið er að þjófarnir hafi haft nokkrar leikjatölvur upp úr krafsinu. Að sögn lögreglu var um að ræða tvo aðila, hettuklædda og að sögn vitnis voru þeir snöggir að láta greipar sópa og hlupu svo frá versluninni og upp að Grettisgötu. Málið er í rannsókn en enginn hefur verið handtekinn ennþá.

Icesave: Samkomulag stendur

Samkomulag stendur um hvernig fjallað verði um Icesave málið í fjárlaganefnd Alþingis á milli annarar og þriðju umræðu um málið. Í gær var mikil óvissa um hvort samkomulagið sem gert var á föstudag héldi en Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar segir í samtali við Fréttablaðið að þau 16 atriði sem stjórnarandstaðan vildi skoða nánar verði skoðuð.

Trúnaði létt af öllu sem óskað var eftir

Enginn þingmaður óskaði nokkurn tímann eftir því að trúnaði á tölvupóstsamskiptum Indriða H. Þorlákssonar og Marks Flanagan yrði aflétt. Þetta segir Guðbjartur Hannes­son, formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Ríkið fær einn á móti sex

Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, hefur verið tilnefndur í stjórnarformannssæti Íslandsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á meðal annarra stjórnarmanna eru Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, og þrír erlendir bankasérfræðingar. Ekki er vitað um val á öðrum stjórnarmönnum.

Alcan vill nýja íbúakosningu

Fulltrúar Alcan á Íslandi telja að efna eigi til nýrrar íbúakosningar í Hafnarfirði um breytingu á deiliskipulagi þannig að hægt sé að stækka álverið í Straumsvík.

Hlóðu bálköst í kennslustofu

Piltarnir þrír, allir fimmtán ára, sem kveiktu í Waldorfskóla í Hraunbergi í fyrrakvöld bjuggu til bálköst úr pappír og öðru auðbrennanlegu á gólfi einnar kennslustofunnar, að sögn Snorra Traustasonar, kennara við skólann. Síðan báru þeir eld að kestinum.

Breytingar í fyrsta lagi í haust

Hugmyndir sveitarfélaganna um styttingu kennslutíma í grunnskólum munu í fyrsta lagi ná fram að ganga næsta haust.

Breytti bókuninni á síðustu stundu

Varamaður F-lista, Gunnar H. Hjálmarsson, segir að skrifstofustjóri borgarstjórnar hafi ýjað að því að hann ætti ekki að hafa kafla um meint hagsmunatengsl Kjartans Gunnarssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra í bókun F-lista 1. desember.

Actavis gefur ekki upp hvort það bjóði

Lyfjafyrirtæki frá Ísrael, Frakklandi og Kína eru sögð kunna að eiga hæstu boð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm, að sögn fréttastofu Reuters. Fréttastofan segir líklegasta kaupandann horfa til þess að nema ný markaðssvæði með kaupum á fyrirtækinu, ekki síst í Þýskalandi.

Ellefu atvinnulausir með sinn eigin sjóð

Það kostar um 3,3 milljónir króna á ári að reka sérstakan sjóð um atvinnuleysisbætur til bænda, smábátasjómanna og vörubifreiðastjóra. Um ein milljón af kostnaðinum fer í laun ráðherraskipaðrar úthlutunarnefndar. Sjóðurinn greiddi 8,7 milljónir króna í atvinnuleysisbætur til fjórtán manns á síðasta ári.

Farþegar borgi 200-250 krónur

Allar áætlanir um rekstur nýrrar samgöngumiðstöðvar í Reykjavík miðast við að bygging hennar verði fjármögnuð með lánsfé frá lífeyrissjóðunum til 25-35 ára.

Styrkir til maka aldrei greiddir

Á heimasíðu Vinnumálastofnunar kemur fram að Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga geti greitt atvinnusköpunarstyrki til atvinnulausra maka smábátasjómanna, bænda og vörubifreiðastjóra, uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Styrkirnir geti samsvarað hámarksbótum úr sjóðnum, sem eru 6.900 kr. á dag líkt og almennar atvinnuleysisbætur, og má greiða þá í allt að hálft ár.

Greiðslur hækka þegar betur árar

Stefnt er að því að setja lög með nýjum reglum um samræmd frítekjumörk öryrkja, atvinnulausra og ellilífeyrisþega á Alþingi í vor. Þrátt fyrir það munu greiðslur í fyrsta lagi hækka árið 2011.

Segir bréfið sýna hve vel hagsmuna Íslands var gætt

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir eðlilega hafa verið staðið að samskiptum Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, og Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, og Franeks Rozwadowski, fulltrúa sjóðsins hér á landi. Indriði sendi þeim tölvubréf og óskaði stuðnings við nýja hugmynd um lausn Icesave-deilunnar.

Köstuðu reiðhjóli í mann

Þrír menn hafa verið dæmdir í tveggja mánaða skilorðs­bundið fangelsi fyrir að slasa mann með höggum og spörkum og kasta svo í hann reiðhjóli. Sá sem fyrir árásinni varð úlnliðsbrotnaði og brotnaði einnig á baugfingri, auk fleiri áverka.

Ók ljóslaus á umferðarskilti

Hann lét sér ekki segjast rútubílstjórinn sem lögregla stöðvaði í Vík í Mýrdal um helgina, en rútan sem hann ók var ljóslaus.

Segja kollega sína á flótta

Félag íslenskra flugumferðarstjóra segir að á skömmum tíma hafi níu af 64 flugumferðarstjórum, sem starfa alla jafna við flugumferðarstjórn á Íslandi, sagt upp störfum og farið að vinna í útlöndum. Gera megi ráð fyrir að fleiri fylgi í kjölfarið.

730 þúsund til handa Lyngási

Ríflega 730 þúsund krónur söfnuðust í uppboði sem haldið var í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga, síðastliðinn föstudag. Féð rennur til Lyngáss og „opnar sannarlega marga möguleika til þess að auðga líf þeirra einstaklinga sem nýta sér þjónustu Lyngáss og fjölskyldna þeirra,“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Allir mega vera með jólaþorp

Hafnfirðingar fá ekki einkarétt á notkun vörumerkisins jólaþorp eins og bæjaryfirvöld höfðu óskað eftir við Einkaleyfastofu.

Deilan óleyst

Annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave reikninga Landsbankans hófst á nýjan leik klukkan níu í kvöld. Óvíst er hvort umræðunni ljúki í kvöld og greidd verði atkvæði um málið á morgun eins og samið var um fyrir helgi. Deilan er því óleyst.

Tæplega 60 milljarða gjaldeyrisviðskipti til skoðunar

Heildarfjárhæð þeirra viðskipta sem Seðlabankinn er með til athugunar vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er 57,5 milljarður króna. Fjöldi mála og heildarfjárhæðir sem snúa að meintum gjaldeyrissvikum munu aukast umtalsvert þegar fram líða stundir. Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um brot á gjaldeyrisreglum.

Heimdallur hvetur stjórnina til að draga andann djúpt

Heimdallur hvetur ríkisstjórnina til að draga andann djúpt í Icesave málinu. Félagið vill að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans verði sett í salt í bili.

„Aumkunarverð stjórnarandstaða“

Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir staðreyndina í Icesave málinu vera sú að frekari tafir þjóni ekki hagsmunum Íslendinga. Málþóf stjórnarandstöðunnar opinberi þann nöturlega sannleika að þingmenn hugsa meira um hag sinna flokka en þjóðarinnar. Bjarni segir að stjórnarandstaðan sé aumkunarverð.

Á fimmta þúsund vilja að Alþingi afgreiði Icesave

Tæplega 4700 manns hafa skráð sig í hóp á samskiptasíðunni Facebook þar sem þess er krafist að Alþingi afgreiði án tafar frumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldbindingar vegna Icesave reikninga Landsbankans. Aftur á móti vilja meira en 30 þúsund að forsetinn staðfesti ekki lög um Icesave í núverandi mynd.

Kalla eftir hjálp fyrir þungaðar konur sem glíma við veikindi

Ekki eru til peningar til að ljúka endurbótum á húsnæði sem hýsa á barnshafandi konur sem glíma við veikindi á meðgöngu. Stór hluti sameinaðrar meðgöngu- og sængurkvennadeildar er ónýttur vegna þessa. Ljósmóðir og læknir á deildinni kalla eftir hjálp.

Þúsund ökumenn stöðvaðir

Um eitt þúsund ökumenn voru stöðvaðir á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu frá fimmtudegi til laugardags í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu.

Trúnaðargögn Indriða hafa tvisvar lekið á netið

Tölvupóstssamskipti Indriða H. Þorlákssonar og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ekki fyrstu trúnaðargögnin frá Indriða sem komast fyrir almenningssjónir. Í byrjun september ritaði Indriði fjármálaráðherra minnisblað, sem fór einnig á netið.

Icesave enn í hnút

Alger óvissa ríkir um það hvort annarri umræðu um Icesave frumvarpið lýkur í kvöld og atkvæði greidd um það á morgun eins og samið var um fyrir helgina. Fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir að umræðum verði haldið áfram liggi ekki fyrir hvernig tekið verði á málinu í nefndinni.

Áttu að slíta starfsemi Samvinnutrygginga fyrir löngu

Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu.

Sjá ekki vitglóru í áætlun AGS

Hópur Íslendinga sem sendu Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bréf í lok október fundaði með Mark Flanagan og Franek Rozwadowski, sem fara með mál Íslands hjá AGS, fyrir helgi. Hópurinn segir enga vitglóru vera í áætlun sjóðsins.

Trúnaður við Breta og Hollendinga kom í veg fyrir birtingu póstanna

Ekki var unnt að gera tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra, við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins opinber á upplýsingasíðu stjórnvalda, líkt og gert var með flest önnur gögn málsins án samþykkis gagnaðila Íslands í alþjóðasamskiptum.

Borgarleikhúsið frumsýnir Enron í september

Borgarleikhúsið ætlar að frumsýna Enron leikritið í september á næsta ári. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóir segir að leikhúsið hafi tryggt sér sýningarrétt um leið og verkið hafi verið sýnt erlendis.

Varamaður tekur sæti Atla Gíslasonar á þingi

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum um stundarsakir. Varamaður hans, Arndís Sigurðardóttir, tók sæti á Alþingi í dag.

Hagaskóli: Kennsla með eðilegum hætti á morgun

Kennsla mun fara fram með eðlilegum hætti í Hagaskóla á morgun en rýma þurfti skólann og aflýsa skólahaldi rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar kveikt var í heimatilbúinni reykbombu á salerni drengja í skólanum. Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri segir að allar áætlanir hafi virkað sem skyldi og að rýming skólans hafi gengið vel. Slökkvilið og lögregla komu á vettvang og er nú verið að vinna úr þeim vísbendingum sem fyrir liggja í málinu. Engar skemmdir urðu þegar eldurinn kom upp en aðallega var um reyk að ræða.

Lögreglan hvetur fólk til að passa upp á bifreiðar sínar

Brotist var inn í tvær bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Annars vegar var brotist inn í bíl við Egilshöll og þaðan stolið staðsetningartæki. Þá var brotist inn í bifreið við Víkurhvarf í Kópavogi og þaðan stolið bílahljómflutningstækjum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum.

Steinunn Valdís hlaut heilahristing þegar hún rann á svelli

Steinunn Valdís Óskarsdóttir hlaut heilahristing þegar að hún datt á hálkubletti í nágrenni við heimili sitt í gær. „Ég var bara úti að ganga með hundinn í gær. Það er svona þegar hitinn er við frostmark og það koma svona svellbunkar. Ég var að fara yfir brekkulækinn þar sem ég bý og lenti þá á einhverjum svona svellbunka og flaug á hausinn,“ segir Steinunn Valdís.

Hagaskóli rýmdur vegna reyksprengju

Rýma þurfti Hagaskóla eftir hádegi í dag þegar að reyksprengju var kastað inn á salerni í skólanum. Að sögn slökkviliðsmanna kom smá eldur upp vegna reyksprengjunnar en greiðlega gekk að slökkva hann. Skólar á höfuðborgarsvæðinu hafa að undanförnu verið að æfa rýmingaráætlanir við eldsvoða og var slíkri áætlun fylgt eftir í þessu tilfelli.

Aldraðir sjálfstæðismenn harma niðurskurð velferðarkerfisins

Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra, var á dögunum kjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann tekur við embættinu af Salóme Þorkelsdóttur sem víkur úr stjórn. Með Halldóri í stjórn eru nú þau Styrmir Gunnarsson varaformaður, Lilja Hallgrímsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir , Guðmundur Hallvarðsson, Einar Þorbjörnsson, Margrét S. Einarsdóttir, Guðrún V. Haraldsdóttir og Sveinn Scheving.

Afgreiðsla Icesave málsins í uppnámi

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestaði þingfundi nú rétt eftir klukkan hálfteitt vegna ágreinings um túlkun á samkomulagi meirihluta og minnihluta um lausn á Icesave deilunni á Alþingi. Var fundi frestað um fimm mínútur eftir að Höskuldur Þórhallsson sté í pontu og lýsti yfir megnri óánægju með framgang málsins.

Sjá næstu 50 fréttir