Innlent

Dómur skilorðsbundinn vegna tafa á rannsóknarstigi máls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrír menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdir í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á annan mann við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði í apríl 2007.

Þeir kýldu í manninn, spörkuðu í hann og köstu í hann reiðhjóli þar sem hann lá á götunni með þeim afleiðingum að hann úlnliðsbrotnaði og fingurbrotnaði.

Segir í dómnum að rétt sé að skilorðsbinda refsinguna vegna þess að ákæra í málinu hafi verið gefin út rúmum tveimur árum eftir að brotið var framið. Hafi þessi töf á rannsókn málsins ekki verið skýrð með fullnægjandi hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×