Innlent

Ævilíkur um 2 árum meiri hjá Íslendingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar verða að meðaltali eldri en gerist og gengur í ríkjum ESB. Mynd/ AFP.
Íslendingar verða að meðaltali eldri en gerist og gengur í ríkjum ESB. Mynd/ AFP.
Ævilíkur á Íslandi eru um það bil tveimur árum meiri en í öðrum ríkjum OECD að meðaltali. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birtir á vefsíðu sinni. Þar kemur fram að lífslíkur við fæðingu voru 79,1 ár að meðaltali í ríkjum OECD árið 2007 og höfðu aukist um rúm tíu ár frá árinu 1960. Árið 2007 voru ævilíkur á Íslandi 81,2 ár. Þetta þýðir að lífslíkur Íslendinga eru fimmtu hæstu meðal ríkja OECD.

Lífslíkur íslenskra karla voru 79,4 ár, aðeins lægri en í Sviss þar sem þær voru hæstar. Lífslíkur kvenna á Íslandi voru 82,9 ár eða í 10.-12. sæti OECD landa ásamt Austurríki og Noregi. Hæstar voru þær í Japan, 86,0 ár. Kynjamunur á ævilíkum við fæðingu var 5,6 ár að meðaltali í ríkjum OECD en minnstur á Íslandi, 3,5 ár.

Í tölum Hagstofunnar kemur jafnframt fram að hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök í flestum löndum OECD og voru 36% dánarmeina árið 2006, en 38% dánarmeina á Íslandi. Næstalgengasta dánarmeinið er krabbamein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×