Innlent

Mælt fyrir breytingum

Þór Saari
Þór Saari

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn Alþingis á aðdraganda bankahrunsins.

Í umræðum um málið ítrekaði Þór Saari Hreyfingunni andstöðu flokks síns við frumvarpið. Vill hann að fimm manna utanþingsnefnd fjalli um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og bendi þinginu á ef hún telur að eitthvað þurfi frekari rannsóknar eða aðgerða við.

Þá vill Hreyfingin að varsla vinnugagna Rannsóknarnefndarinnar verði gerð opinber nema það sem nauðsynlega þurfi að fara leynt.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×