Innlent

Alcan vill nýja íbúakosningu

Álverið í Straumsvík. Til stóð að stækka álverið í Straumvík eins og þessi samsetta mynd sýnir og auka framleiðsluna úr 190 þúsund tonnum í 460 þúsund tonn. Nú er í undirbúningi að auka framleiðsluna um 40 þúsund tonn. Sú framkvæmd kostar um 30 milljarða króna.
Álverið í Straumsvík. Til stóð að stækka álverið í Straumvík eins og þessi samsetta mynd sýnir og auka framleiðsluna úr 190 þúsund tonnum í 460 þúsund tonn. Nú er í undirbúningi að auka framleiðsluna um 40 þúsund tonn. Sú framkvæmd kostar um 30 milljarða króna.

Fulltrúar Alcan á Íslandi telja að efna eigi til nýrrar íbúakosningar í Hafnarfirði um breytingu á deiliskipulagi þannig að hægt sé að stækka álverið í Straumsvík.

Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar á að efna til atkvæðagreiðslu meðal íbúa ef meira en fjórðungur þeirra óskar eftir því. Stuðningsmönnum stækkunar álversins tókst að afla nægilegra margra undirskrifta til að fá endurtekningu á kosningu árið 2007 sem lyktaði með því að stækkunin var felld. Ný kosning hafa þó ekki verið boðuð. Bæjaryfirvöld telja að fyrst þurfi að kanna hvort Alcan hafi enn áhuga á stækkuninni.

„Við stóðum ekki sjálf að því að fara með þessa undirskriftarsöfnun í gang en nú er henni lokið með fullnægjandi fjölda undirskrifta og þá segja nú held ég reglurnar að það eigi að fara í atkvæðagreiðsluna,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi.

Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarða, kynnti viðræður sínar fyrir fulltrúum Alcan fyrir bæjar­ráði í síðustu viku. Ekki náðist í Bjarka í gær en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins upplýsti hann bæjarráðið um að Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, vildi eindregið að kosið yrði um deiliskipulagið að nýju. Engin niðurstaða er um framhald málsins. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×