Innlent

730 þúsund til handa Lyngási

Að loknu uppboði. KK var uppboðshaldari og sést hér með starfsfólki Góða hirðisins og Lyngáss að uppboði loknu.
Að loknu uppboði. KK var uppboðshaldari og sést hér með starfsfólki Góða hirðisins og Lyngáss að uppboði loknu.

Ríflega 730 þúsund krónur söfnuðust í uppboði sem haldið var í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga, síðastliðinn föstudag. Féð rennur til Lyngáss og „opnar sannarlega marga möguleika til þess að auðga líf þeirra einstaklinga sem nýta sér þjónustu Lyngáss og fjölskyldna þeirra,“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Lyngás veitir fötluðum börnum og unglingum á aldrinum eins til átján ára þjálfun, uppeldi og umönnun. Styrkurinn verður meðal annars nýttur í útgáfu á samskiptabókum sem notaðar eru til þess að koma upplýsingum á framfæri um börnin.- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×